Enski boltinn

Woodgate: Það héldu margir að ég kæmi aldrei aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Woodgate.
Jonathan Woodgate. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jonathan Woodgate var ánægður með að fá tækifæri með Tottenham á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Woodgate kom inn á sem varamaður eftir að Vedran Corluka meiddist. William Gallas fór í hægri bakvörðinn og Woodgate tók stöðu hans í miðverðinum.

Woodgate hafði ekki spilað með Tottenham í meira en ár þar sem að hann hefur verið að glíma við nárameiðsli í langan tíma. Um tíma óttuðust menn um framtíð hans í boltanum en nú virðist hann vera loksins orðinn góður af meiðslunum.

„Það fylgdi því frábær tilfinning að koma aftur í boltann," sagði hinn 31 árs gamli miðvörður við Sky Sports News.

„Það héldu margir að ég kæmi aldrei aftur en maður verður bara að halda áfram sama á hvað dynur," sagði Woodgate.

„Strákarnir í liðinu eiga mikið hrós skilið því þetta voru frábær úrslit fyrir okkur," sagði Woodgate að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×