Niðurskurður verðandi skuld Gerður Kristný skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Fyrir um áratug tók ég blaðaviðtal austur á Litla-Hrauni við mann sem sat inni fyrir morð. Þetta var vel menntaður fjölskyldufaðir sem hafði leiðst út í neyslu eiturlyfja og framið ódæðið undir áhrifum þeirra. Ekki halda að orðið „kaldrifjaður" og „samviskulaus" hafi átt við þennan mann. Kvikmyndir, fjölmiðlar og bækur gefa ekki alltaf rétta mynd af veruleikanum og viðmælandi minn átti mjög erfitt með að horfast í augu við hvað hann hafði gert og hvaða stefnu líf hans hafði skyndilega tekið. Ég man að hann hafði misst pabba sinn ungur en sá hafði svipt sig lífi. Um það vildi viðmælandi minn samt ekkert ræða. Eitthvað fór þetta síðdegi á Hrauninu að leita á mig þegar ég las fréttir síðustu viku um réttarhöldin yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem varð mannsbani fyrir hálfu ári. Hann missti einmitt föður sinn barn að aldri en hann féll líka fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir velferðarkerfið sem við Íslendingar höfum stært okkur svo mjög af missum við alltaf sjónar á sumu fólki, fullorðnum sem sjá enga aðra leið út úr vanlíðan sinni en sjálfsmorð og börnum sem sitja eftir með vanlíðan, sjálfsásakanir og jafnvel skömm. Og nú þegar á að fara að draga saman í heilbrigðis- og menntakerfinu er ágætt að fara yfir hvort þjónustan sem hingað til hefur boðist hafi virkilega verið svo merkileg að mögulegt sé að draga úr henni. Það er til að mynda fullstutt síðan við áttuðum okkur á langvarandi afleiðingum eineltis og kynferðisofbeldis á börn og þar með jafnvel allt líf þeirra. Ein af sparnaðarhugmyndunum sem stjórnmálamenn hafa kynnt undanfarnar vikur er að sameina skóla. Þeim finnst einn af ávinningunum við það vera sá að þannig er hægt að fækka stjórnendum. Það verður vitaskuld til þess að hver stjórnandi hefur fleiri skjólstæðinga á sínum snærum og þá er ekki laust við að fari um mann. Við erum allt of fámenn þjóð til að geta séð á eftir nokkurri manneskju inn í óhamingjuna og í ljósi þess að við höfum hingað til ekki staðið okkur neitt sérstaklega vel í umönnum barna megum við ekki við jafnmiklum breytingum á skólakerfinu og boðaðar hafa verið. Velferðarkerfið okkar er allt of viðkvæmt til þess. Leik- og grunnskólastigið er mikilvægasta skólastigið og það sem meira er, þá er bernskan heilög. Þau fáu ár sem hún spannar móta okkur sem fullorðið fólk. Til bernskunnar sækjum við góðar minningar að ylja okkur við þegar illa árar. Bernska er bjargræði. Því má ekkert út af bera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun
Fyrir um áratug tók ég blaðaviðtal austur á Litla-Hrauni við mann sem sat inni fyrir morð. Þetta var vel menntaður fjölskyldufaðir sem hafði leiðst út í neyslu eiturlyfja og framið ódæðið undir áhrifum þeirra. Ekki halda að orðið „kaldrifjaður" og „samviskulaus" hafi átt við þennan mann. Kvikmyndir, fjölmiðlar og bækur gefa ekki alltaf rétta mynd af veruleikanum og viðmælandi minn átti mjög erfitt með að horfast í augu við hvað hann hafði gert og hvaða stefnu líf hans hafði skyndilega tekið. Ég man að hann hafði misst pabba sinn ungur en sá hafði svipt sig lífi. Um það vildi viðmælandi minn samt ekkert ræða. Eitthvað fór þetta síðdegi á Hrauninu að leita á mig þegar ég las fréttir síðustu viku um réttarhöldin yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem varð mannsbani fyrir hálfu ári. Hann missti einmitt föður sinn barn að aldri en hann féll líka fyrir eigin hendi. Þrátt fyrir velferðarkerfið sem við Íslendingar höfum stært okkur svo mjög af missum við alltaf sjónar á sumu fólki, fullorðnum sem sjá enga aðra leið út úr vanlíðan sinni en sjálfsmorð og börnum sem sitja eftir með vanlíðan, sjálfsásakanir og jafnvel skömm. Og nú þegar á að fara að draga saman í heilbrigðis- og menntakerfinu er ágætt að fara yfir hvort þjónustan sem hingað til hefur boðist hafi virkilega verið svo merkileg að mögulegt sé að draga úr henni. Það er til að mynda fullstutt síðan við áttuðum okkur á langvarandi afleiðingum eineltis og kynferðisofbeldis á börn og þar með jafnvel allt líf þeirra. Ein af sparnaðarhugmyndunum sem stjórnmálamenn hafa kynnt undanfarnar vikur er að sameina skóla. Þeim finnst einn af ávinningunum við það vera sá að þannig er hægt að fækka stjórnendum. Það verður vitaskuld til þess að hver stjórnandi hefur fleiri skjólstæðinga á sínum snærum og þá er ekki laust við að fari um mann. Við erum allt of fámenn þjóð til að geta séð á eftir nokkurri manneskju inn í óhamingjuna og í ljósi þess að við höfum hingað til ekki staðið okkur neitt sérstaklega vel í umönnum barna megum við ekki við jafnmiklum breytingum á skólakerfinu og boðaðar hafa verið. Velferðarkerfið okkar er allt of viðkvæmt til þess. Leik- og grunnskólastigið er mikilvægasta skólastigið og það sem meira er, þá er bernskan heilög. Þau fáu ár sem hún spannar móta okkur sem fullorðið fólk. Til bernskunnar sækjum við góðar minningar að ylja okkur við þegar illa árar. Bernska er bjargræði. Því má ekkert út af bera.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun