Stuðningsmenn Arsenal fengu góðar fréttir í dag fyrir leik liðsins gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.
Samir Nasri hefur átt við meiðsli í lærvöðva að stríða en æfði með félögum sínum í morgun.
Nasri meiddist í bikarleik Arsenal gegn Huddersfield í síðasta mánuði og hefur verið í miklu kapphlaupi við tímann til að ná leiknum á morgun.
Arsene Wenger þarf nú að ákveða hvort að Nasri sé orðinn nægilega góður til að vera í byrjunarliðinu gegn Börsungum.
Nasri er markahæsti leikmaður Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu til þessa með fjórtán mörk.
Uppfært 15.00: Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ákveðið að Nasri verði í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Barcelona. Hann mun þó fyrst ákveða á morgun hvort Nasri verði í byrjunarliðinu.
Nasri æfði með Arsenal í dag - verður í hópnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
