Handbolti

Danski landsliðsmarkvörðurinn Landin á leið til RN Löwen

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Niklas Landin markvörður silfurliðs Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik er á förum frá danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen.
Niklas Landin markvörður silfurliðs Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik er á förum frá danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen. AFP

Niklas Landin markvörður silfurliðs Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik er á förum frá danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen.

Landin vakti gríðarlega athygli á HM og var einn lykilmaður liðsins ásamt Mikkel Hansen.

Guðmundur Guðmundsson er sem kunnugt er þjálfari Löwen og með liðinu leika þrír íslenskir landsliðsmenn, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Alexender Petersson fer síðan til Löewn eftir næsta tímabil frá Fücshe Berlin.

Landin, sem er aðeins 22 ára gamall, mun fara til þýska stórliðsins sumarið 2012 en hann var áður í liði GOG áður en það varð gjaldþrota.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×