Dusta rykið af týndu plötunni með Fídel 25. febrúar 2011 21:00 Hljómsveitin Fídel árið 2002. Piltarnir hafa nú dustað rykið af týndri plötu. Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Sjá meira
Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Sjá meira