Dusta rykið af týndu plötunni með Fídel 25. febrúar 2011 21:00 Hljómsveitin Fídel árið 2002. Piltarnir hafa nú dustað rykið af týndri plötu. Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Hljómsveitin Fídel þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og sendi frá sér magnaða plötu, áður en hún hætti skyndilega. Nú hafa meðlimir hljómsveitarinnar dustað rykið af týndum upptökum. „Það er bara leiðinlegt að enginn hefur heyrt þetta nema við og vinir okkar," segir útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson. Andri Freyr og félagar hans í hinni sálugu hljómsveit Fídel hafa dustað rykið af plötu sem þeir tóku upp skömmu áður en þeir hættu árið 2002. Plötusnúðurinn og hárgreiðslumaðurinn Jón Atli, fyrrverandi útvarpsmaðurinn Búi Bendtsen og trommarinn Janus Bragi Jakobsson voru í Fídel ásamt Andra. Hljómsveitin þótti gríðarlega efnileg á sínum tíma og fyrsta plata hennar, New Entrance, skoraði hátt á listum yfir bestu plötur ársins 2002. Þá naut lagið Who Gives a Rat? talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. „Þetta eru lög sem okkur langaði að eiga áður en við færum til fjandans," segir Andri Freyr um upptökurnar sem hafa ekki ennþá litið dagsins ljós. „Þetta eru átta lög og ég held að þau séu það sem við erum stoltastir af að hafa gert." Spurður hvort platan komi út á næstunni segir Andri að þeir ætli ekki að drepa sig á því að reyna að koma henni til almennings. „En við gáfum Kimi Records útgáfuréttinn á plötunni í afmælisgjöf," segir hann. „Þannig að boltinn er hjá þeim. Þeir rétt ráða hvort þeir gefa hana út." Þegar Fídel hafði tekið plötuna upp á sínum tíma var upptökunum komið í hendur sama aðila og hljómjafnaði fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Hann býr erlendis og er búinn að vera með plötuna síðan, en var nú, rúmum átta árum síðar, að leggja lokahönd á hljómjöfnunina. „Hann var að klára þetta, þetta er hin íslenska Chinese Democracy," segir Andri og vísar í fræga plötu hljómsveitarinnar Guns n' Roses. Andri er gríðarlega ánægður með afraksturinn og segir mikla angist og tilfinningu einkenna lögin. „Við erum að láta allt flakka," segir hann. „Við Jón Atli erum búnir að gæla við nöfn á plötuna. Okkur finnst Fídel – A Lame Name for a Great Band hljóma vel." En eru endurkomutónleikar á döfinni? „Nei, það hugsa ég ekki. Ég hugsa að það sé öllum sama. Kannski étum við eitthvað saman. Nonni er fluttur út, ég kann ekki á gítar, Búi er bara í bissness. En ég veit það ekki. Það má skoða allt fyrir réttu upphæðina." Hægt er að nálgast New entrance hér á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira