Fyrst tekið á aflandskrónum 25. febrúar 2011 05:00 Í gær Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður samningahóps um gjaldmiðilsmál í viðræðum við ESB, og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fluttu erindi og sátu fyrir svörum á fundi FKA í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira