Óvissa kallar á aðgæslu 17. mars 2011 05:15 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson Fram kom á kynningarfundi vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar í gær að nýbirtir þjóðhagsreikningar sýndu meiri slaka í þjóðarbúskapnum en ráð hefði verið fyrir gert.Fréttablaðið/GVA Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Nýbirtir þjóðhagsreikningar sýna að meiri slaki hefur verið í þjóðarbúskapnum en ráð var fyrir gert. Í stað 2,7 prósenta samdráttar landsframleiðslu árið 2010 sýna tölur Hagstofunnar 3,5 prósenta samdrátt. Á kynningarfundi Seðlabankans á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar bankans kom þó fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans, að fjárfesting kynni að vera vanmetin í tölum Hagstofunnar. Samdráttur kynni því að verða nær spá Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda vöxtum bankans óbreyttum. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða áfram 3,25 prósent, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,0 prósent, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,25 prósent og daglánavextir 5,25 prósent,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Bent er á að verðbólga mælist nú 1,9 prósent og útlit fyrir að hún verði heldur meiri á næstunni en áður hefur verið spáð, þrátt fyrir vísbendingar um veikari efnahagsumsvif. „Þetta skýrist í meginatriðum af mikilli hækkun hrávöru- og olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Horft til lengri tíma ætti þessi framvinda ekki að hafa neikvæð áhrif á verðbólguhorfur meðan langtíma verðbólguvæntingar og launaþróun verða ekki fyrir áhrifum. Skammtíma verðbólguvæntingar hafa hins vegar risið að undanförnu. Eigi að síður er sem fyrr gert ráð fyrir að verðbólga verði undir verðbólgumarkmiðinu á næstu mánuðum áður en hún tekur að nálgast það á ný,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundinum að í bankanum stöldruðu menn við veikara gengi krónunnar. „Ekki er hægt með óyggjandi hætti að segja til um hvort hún er tímabundin,“ sagði hann, en gengi krónunnar hefur lækkað um sem nemur einu prósenti frá fundi peningastefnunefndar í febrúar og um 5,5 prósent frá því að gengið var sterkast í nóvember. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar segir að nýjustu gögn um framvindu efnahagsmála, verðbólgu og gengisþróun gefi nokkuð misvísandi leiðsögn um þörf fyrir breytt aðhald peningastefnunnar. „Óvissa vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn og sú staðreynd að áætlun um losun gjaldeyrishafta hefur enn ekki verið lokið að fullu gefur tilefni til sérstakrar aðgæslu um þessar mundir,“ segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira