Í tryllingsgírnum í sjö tíma 29. mars 2011 12:30 Baldur hefur eflaust hrætt marga með frammistöðu sinni sem lífvörður í sjónvarpsþáttunum Pressu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég verð bara hugsi og reyni að vera alvarlegur og þá lít ég svolítið hrikalega út," segir Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari hjá World Class. Frammistaða Baldurs í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu hefur vakið töluverða athygli en hann leikur einkalífvörð Gísla Arnar Garðarssonar í þáttunum (þeim sem vilja horfa á einhverja af endursýningum Pressu er bent á að lesa ekki lengra). Á sunnudagskvöld framdi persóna Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugnanlegu atriði inni í sturtuklefa líkamsræktarstöðvar eftir heljarinnar eltingarleik við lögregluna og Láru blaðakonu. Baldur viðurkennir að það hafi verið svolítið maus að taka upp þetta atriði. „Ég var svolítið búinn á því, maður varð að setja sig í tryllingsgírinn og vera í honum í kannski sjö klukkustundir. Sem er mjög orkufrekt og þetta var því erfiðara en nokkur æfing sem ég hef tekið þátt í." Baldur hefur ekki áður reynt fyrir sér á leiklistarsviðinu og er eiginlega handviss um að Óskar Jónasson, leikstjóri þáttanna, eigi sökina á því að hann hafi endað fyrir framan tökuvélarnar. „Hann er að æfa hérna í World Class og hefur eflaust heyrt í mér þegar ég er að æfa, það er svolítil fyrirferð í mér þegar ég tek á því," segir Baldur, sem fór þó í prufur og hreppti því hlutverkið eftir hinum hefðbundnu leiðum sjónvarps- og kvikmyndabransans. Og þegar kom í ljós að hlutverkið væri hans hvatti eiginkonan hann til stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Baldur segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni „Þetta gekk allt alveg rosalega vel og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Leikarar, tökufólk og bara allir létu manni líða þannig." Baldur viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki séð tvo fyrstu þættina þar sem hann kemur töluvert við sögu. „Við frúin ákváðum bara að hafa þetta þannig, að við myndum ekki horfa á þá. Ég ætla því bara að byrja að horfa á sunnudaginn næsta." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ég verð bara hugsi og reyni að vera alvarlegur og þá lít ég svolítið hrikalega út," segir Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari hjá World Class. Frammistaða Baldurs í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu hefur vakið töluverða athygli en hann leikur einkalífvörð Gísla Arnar Garðarssonar í þáttunum (þeim sem vilja horfa á einhverja af endursýningum Pressu er bent á að lesa ekki lengra). Á sunnudagskvöld framdi persóna Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugnanlegu atriði inni í sturtuklefa líkamsræktarstöðvar eftir heljarinnar eltingarleik við lögregluna og Láru blaðakonu. Baldur viðurkennir að það hafi verið svolítið maus að taka upp þetta atriði. „Ég var svolítið búinn á því, maður varð að setja sig í tryllingsgírinn og vera í honum í kannski sjö klukkustundir. Sem er mjög orkufrekt og þetta var því erfiðara en nokkur æfing sem ég hef tekið þátt í." Baldur hefur ekki áður reynt fyrir sér á leiklistarsviðinu og er eiginlega handviss um að Óskar Jónasson, leikstjóri þáttanna, eigi sökina á því að hann hafi endað fyrir framan tökuvélarnar. „Hann er að æfa hérna í World Class og hefur eflaust heyrt í mér þegar ég er að æfa, það er svolítil fyrirferð í mér þegar ég tek á því," segir Baldur, sem fór þó í prufur og hreppti því hlutverkið eftir hinum hefðbundnu leiðum sjónvarps- og kvikmyndabransans. Og þegar kom í ljós að hlutverkið væri hans hvatti eiginkonan hann til stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Baldur segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni „Þetta gekk allt alveg rosalega vel og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Leikarar, tökufólk og bara allir létu manni líða þannig." Baldur viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki séð tvo fyrstu þættina þar sem hann kemur töluvert við sögu. „Við frúin ákváðum bara að hafa þetta þannig, að við myndum ekki horfa á þá. Ég ætla því bara að byrja að horfa á sunnudaginn næsta." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira