Fræjum sáð úr tímavél Trausti Júlíusson skrifar 29. mars 2011 08:00 The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu. Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.
Lífið Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira