Kærleikur Haralds Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 4. apríl 2011 07:00 Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar. Þetta sagði hann mér þar sem hann skutlaði mér milli staða á jepplingi sínum. Harald var ég að hitta í fyrsta skipti á ævinni og þar sem ég sat í bifreið hans upplýsti hann að fljótlega eftir að hann hefði sagt skilið við starf sitt sem lögreglumaður hefði hann sótt um starf á bensínstöð og fengið það. Þennan snjóþunga vetrardag var hann hins vegar í fríi. Stuttu áður hafði eftirfarandi lán í óláni vöðlast saman: A) Sambýlingur minn varð bensínlaus á mótum Rauðarárstíg og Flókagötu B) Haraldur var á rúntinum á sömu slóðum á vel búnum bíl og reytti slæðing af ökumönnum upp úr sköflum – og þá sem voru með tóman tank. Sá fyrrnefndi var á leiðinni á BK- kjúkling á Grensásvegi. Léttur á því eins og Haraldur, enda einmitt líka í vetrarfríi. Eftir BK-kjúklingamáltíð á Grensás ætlaði hann að sækja mig í vinnuna og skutla mér þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum í hádeginu. Hann hafði náð þessu eftirsóknarverðu hugarástandi frídaga; leit á tilveruna út frá stóuspekinni og kippti sér ekki upp við smámuni; eins og þá að bensínmælirinn var kominn á gula ljósið. Ég beið. Fékk brátt símtal frá sótillum og svöngum bensínlausum ökumanni og slaufaði áformum mínum, ég kæmist ekkert úr þessu. Heimilisfaðirinn, bjargarlaus úti á miðjum gatnamótum, leit upp við vinalegt kall Haralds sem bauð honum aðstoð. Vildi ómögulega að hann færi að taka leigubíl til að ná í bensín á brúsa. „Það hefur enginn efni á því í dag,“ sagði hann, kveikti á léttum djass í útvarpinu, bauð súkkulaði og vísaði til sætis.” Þennan dag keyrði Haraldur ekki bara eftir bensíni, hann náði líka í mig í vinnuna. Fljótlega eftir að ég hélt að útséð væri með hádegisrúntinn birtist hann eins og jólasveinninn á hlaðinu. Miskunnsami Samverjinn var við störf í dag og ferjaði sauði milli staða. Ég botnaði ekki strax í aðstæðum, hélt fyrstu fimm mínúturnar að ég væri stödd í þjónustubifreið tryggingarfélags eða aðkeyptrar neyðarþjónustu, (svona er það stundum fjarri manni að náungakærleikurinn er ennþá gjaldgengur í minniháttar neyð). Kærleikur Haralds hefur orðið mér umhugsunarefni. Við höfum rætt það okkar á milli hér á heimilinu að rækta svolítið Haraldinn í sjálfu okkur. Vonandi eru fleiri svo heppnir að rekast á menn og konur með hjartað útrétt. Það getur létt undir leikskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar. Þetta sagði hann mér þar sem hann skutlaði mér milli staða á jepplingi sínum. Harald var ég að hitta í fyrsta skipti á ævinni og þar sem ég sat í bifreið hans upplýsti hann að fljótlega eftir að hann hefði sagt skilið við starf sitt sem lögreglumaður hefði hann sótt um starf á bensínstöð og fengið það. Þennan snjóþunga vetrardag var hann hins vegar í fríi. Stuttu áður hafði eftirfarandi lán í óláni vöðlast saman: A) Sambýlingur minn varð bensínlaus á mótum Rauðarárstíg og Flókagötu B) Haraldur var á rúntinum á sömu slóðum á vel búnum bíl og reytti slæðing af ökumönnum upp úr sköflum – og þá sem voru með tóman tank. Sá fyrrnefndi var á leiðinni á BK- kjúkling á Grensásvegi. Léttur á því eins og Haraldur, enda einmitt líka í vetrarfríi. Eftir BK-kjúklingamáltíð á Grensás ætlaði hann að sækja mig í vinnuna og skutla mér þar sem ég þurfti að sinna nokkrum erindum í hádeginu. Hann hafði náð þessu eftirsóknarverðu hugarástandi frídaga; leit á tilveruna út frá stóuspekinni og kippti sér ekki upp við smámuni; eins og þá að bensínmælirinn var kominn á gula ljósið. Ég beið. Fékk brátt símtal frá sótillum og svöngum bensínlausum ökumanni og slaufaði áformum mínum, ég kæmist ekkert úr þessu. Heimilisfaðirinn, bjargarlaus úti á miðjum gatnamótum, leit upp við vinalegt kall Haralds sem bauð honum aðstoð. Vildi ómögulega að hann færi að taka leigubíl til að ná í bensín á brúsa. „Það hefur enginn efni á því í dag,“ sagði hann, kveikti á léttum djass í útvarpinu, bauð súkkulaði og vísaði til sætis.” Þennan dag keyrði Haraldur ekki bara eftir bensíni, hann náði líka í mig í vinnuna. Fljótlega eftir að ég hélt að útséð væri með hádegisrúntinn birtist hann eins og jólasveinninn á hlaðinu. Miskunnsami Samverjinn var við störf í dag og ferjaði sauði milli staða. Ég botnaði ekki strax í aðstæðum, hélt fyrstu fimm mínúturnar að ég væri stödd í þjónustubifreið tryggingarfélags eða aðkeyptrar neyðarþjónustu, (svona er það stundum fjarri manni að náungakærleikurinn er ennþá gjaldgengur í minniháttar neyð). Kærleikur Haralds hefur orðið mér umhugsunarefni. Við höfum rætt það okkar á milli hér á heimilinu að rækta svolítið Haraldinn í sjálfu okkur. Vonandi eru fleiri svo heppnir að rekast á menn og konur með hjartað útrétt. Það getur létt undir leikskránni.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun