Bókarsóttin Gerður Kristný Guðjónsdóttir skrifar 11. apríl 2011 06:00 Fyrir rúmu ári stofnaði ég leshring ásamt fjórum öðrum konum og mikið sem það er dýrleg skemmtun að sitja þá fundi. Í hverjum mánuði hittumst við og ræðum nokkrar bækur og þar sem þetta er ekki skoðanalaust fólk geta umræðurnar orðið býsna líflegar. Hafi einhver síðan lesið nýlega aðrar áhugaverðar bækur má alveg bresta í einræðu um þær. Það rann snemma upp fyrir okkur að best er að bækurnar séu sem skemmtilegastar því annars leiðist talið bara að einhverju allt öðru. Á síðasta fundi hóf tæknin innreið sína í leshringinn því þá fengum við að handfjatla kyndil, mikið sírat, sem gestgjafinn hafði eignast. Kvöldið sem við ræddum um Svartfugl Gunnars Gunnarssonar verður lengi í minnum haft, enda með dýrlegri skáldsögum. Það var líka kvöldið sem ein úr hópnum bar norðlenskan kaffiís á borð og önnur reiddi fram dýrindis sítrónuböku. Síðast var það Ég man þig eftir Yrsu, Missir Guðbergs og heit eplakaka með rjóma sem slógu í gegn. Bækur og kruðerí! Það gerist vart betra. Að undanförnu hef ég líka tekið eftir því að blöðin eru farin að kveikja á því hvað það er gaman að ræða við fólk sem hittist til að skrafa um skræður. Bókmenntatímaritið Spássían hefur til dæmis gert þeim hátt undir höfði og það er eitt uppáhaldsefnið mitt þar. Bókaástin sem þessi þjóð hefur alið í brjósti sínu er nefnilega djúp og breið – eins og segir í sunnudagaskólalaginu. Hún sést til að mynda þegar barn neitar að fara í leikskólann nema með Skrímslabók eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel og Pelle undir hendinni, þegar teygist endalaust á umræðuþræði á fasbókarsíðunni minni um Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur og þegar óðamála vinkona hringir um miðjan dag til að segja mér hvað Ljósa Kristínar Steins sé mögnuð. Sonur minn var að uppgötva Kaftein Ofurbrók og vill ekki bara láta lesa hann fyrir sig fyrir svefninn heldur líka áður en haldið er af stað út í daginn. Bók er klók og fer ekki í manngreinarálit. Þegar ég sný af leshringsfundum seint á kvöldin bíður mín eiginmaður sem aldrei er svo þreyttur að hann spyrji ekki: „Jæja, hvað sögðu þær síðan um bækurnar?“ Og eins og ferðalangur nýkominn úr einhverri reisunni dreg ég djúpt inn andann og hef að segja frá öllu því sem ég heyrði, öllu sem bar fyrir augu og síðast en ekki síst frá öllu sem ég bragðaði á. 23. apríl nk. er Dagur bókarinnar. Góða skemmtun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fyrir rúmu ári stofnaði ég leshring ásamt fjórum öðrum konum og mikið sem það er dýrleg skemmtun að sitja þá fundi. Í hverjum mánuði hittumst við og ræðum nokkrar bækur og þar sem þetta er ekki skoðanalaust fólk geta umræðurnar orðið býsna líflegar. Hafi einhver síðan lesið nýlega aðrar áhugaverðar bækur má alveg bresta í einræðu um þær. Það rann snemma upp fyrir okkur að best er að bækurnar séu sem skemmtilegastar því annars leiðist talið bara að einhverju allt öðru. Á síðasta fundi hóf tæknin innreið sína í leshringinn því þá fengum við að handfjatla kyndil, mikið sírat, sem gestgjafinn hafði eignast. Kvöldið sem við ræddum um Svartfugl Gunnars Gunnarssonar verður lengi í minnum haft, enda með dýrlegri skáldsögum. Það var líka kvöldið sem ein úr hópnum bar norðlenskan kaffiís á borð og önnur reiddi fram dýrindis sítrónuböku. Síðast var það Ég man þig eftir Yrsu, Missir Guðbergs og heit eplakaka með rjóma sem slógu í gegn. Bækur og kruðerí! Það gerist vart betra. Að undanförnu hef ég líka tekið eftir því að blöðin eru farin að kveikja á því hvað það er gaman að ræða við fólk sem hittist til að skrafa um skræður. Bókmenntatímaritið Spássían hefur til dæmis gert þeim hátt undir höfði og það er eitt uppáhaldsefnið mitt þar. Bókaástin sem þessi þjóð hefur alið í brjósti sínu er nefnilega djúp og breið – eins og segir í sunnudagaskólalaginu. Hún sést til að mynda þegar barn neitar að fara í leikskólann nema með Skrímslabók eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel og Pelle undir hendinni, þegar teygist endalaust á umræðuþræði á fasbókarsíðunni minni um Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur og þegar óðamála vinkona hringir um miðjan dag til að segja mér hvað Ljósa Kristínar Steins sé mögnuð. Sonur minn var að uppgötva Kaftein Ofurbrók og vill ekki bara láta lesa hann fyrir sig fyrir svefninn heldur líka áður en haldið er af stað út í daginn. Bók er klók og fer ekki í manngreinarálit. Þegar ég sný af leshringsfundum seint á kvöldin bíður mín eiginmaður sem aldrei er svo þreyttur að hann spyrji ekki: „Jæja, hvað sögðu þær síðan um bækurnar?“ Og eins og ferðalangur nýkominn úr einhverri reisunni dreg ég djúpt inn andann og hef að segja frá öllu því sem ég heyrði, öllu sem bar fyrir augu og síðast en ekki síst frá öllu sem ég bragðaði á. 23. apríl nk. er Dagur bókarinnar. Góða skemmtun!
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun