Litasprengja vorsins Sara McMahon skrifar 19. apríl 2011 21:00 Vor- og sumarlína Prada hefur vakið mikla athygli. Nordicphotos/Getty Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið. Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.Gólfsíð pils í allskyns litum voru allsráðandi hjá Jil Sander.Litagleði Jil Sander er engu lík.Hönnun ítalska tískuhússins var kvenleg og fallega sniðin.Fallegur og flæðandi kjóll frá meistara Marc Jacobs.Fölbleikir og brúnir litir voru gegnumgangandi í vorlínu Rykiel.Látlaus en svolítið framúrstefnuleg hönnun frá Chloé.Einfalt og sumarlegt frá hinum bandaríska Michael Kors. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið. Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.Gólfsíð pils í allskyns litum voru allsráðandi hjá Jil Sander.Litagleði Jil Sander er engu lík.Hönnun ítalska tískuhússins var kvenleg og fallega sniðin.Fallegur og flæðandi kjóll frá meistara Marc Jacobs.Fölbleikir og brúnir litir voru gegnumgangandi í vorlínu Rykiel.Látlaus en svolítið framúrstefnuleg hönnun frá Chloé.Einfalt og sumarlegt frá hinum bandaríska Michael Kors.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira