Lífið

Feðgar spila í Litháen

Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen sem skipa rafdúettinn Stereo Hypnosis spila á tónlistarhátíð í borginni Vilníus í Litháen 28. apríl.

Hátíðin nefnist Jauna Muzika og er stærsta raftónlistarhátíð Eystrasaltsríkjanna. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir feðgar spila í Litháen en fyrir tveimur árum stigu þeir á svið í Eistlandi, Lettlandi og í Rússlandi.

Síðasta sumar spiluðu þeir svo á þrennum tónleikum í Flórens á Ítalíu. Tvær EP-plötur eru væntanlegar frá Stereo Hypnosis á árinu. Önnur var tekin upp í Toscana-héraði á Ítalíu árið 2009 en hin á Hellissandi fyrir ári.

Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið Departure af plötunni Parallel Island, sem kom út fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×