Lífið

Ræddi við móður Jeffs Buckley

vill leika buckley Robert Pattinson vill leika tónlistarmanninn Jeff Buckley í nýrri mynd um ævi hans.
vill leika buckley Robert Pattinson vill leika tónlistarmanninn Jeff Buckley í nýrri mynd um ævi hans.
Robert Pattinson, sem sló í gegn í Twilight-myndunum, hefur mikinn áhuga á að leika Jeff Buckley í nýrri kvikmynd um ævi tónlistarmannsins sáluga.

Leikarinn greindi nýverið frá því að hann hefði hitt móður Buckleys og fór vel á með þeim. Hún tekur þátt í framleiðslu myndarinnar, sem Jake Scott mun leikstýra.

Pattinson, sem var fyrst orðaður við hlutverkið í janúar, segir óvíst hvort hann hreppi hnossið en vonar það besta.

„Ég hitti móður hans sem er frábær kona. Ég ræð því ekki hvort ég fæ hlutverkið en ég elska tónlist Jeffs. Hann var æðislegur,“ sagði hann.

„Ég veit ekki hvort ég get sungið eins og Jeff því hann var einstakur tónlistarmaður. Ég get ekki heldur spilað á gítar eins og hann. Ég myndi þurfa að leggja mikið á mig. Ef einhver hermir bara eftir rödd Jeffs myndi það ekki hljóma sérstaklega vel,“ bætti hann við.

„Þetta snýst alltaf um handritið. Maður veit aldrei hvernig það á eftir að endurspegla manneskjuna.“

Aðrir leikarar sem hafa áhuga á hlutverkinu er James Franco, sem var tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í 127 Hours.

Jeff Buckley drukknaði í Memphis árið 1997, aðeins þrítugur að aldri. Þá var hann að vinna að sinni annarri sólóplötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×