Lady Gaga vísar guðlasti á bug 7. maí 2011 13:00 Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar Sjá meira
Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar Sjá meira