Alltaf þörf á góðum forritum 12. maí 2011 05:00 höfundur airserver Fjöldi heimsókna á vefsíðuna þar sem hugbúnaðurinn AirServer er seldur fór úr sjötíu á dag í tíu þúsund eftir umfjöllun erlendra tímarita.Fréttablaðið/ANTon „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab Fréttir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
„Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab
Fréttir Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira