Leitin að egginu! Sigga Dögg kynlífsfræðingur skrifar 17. maí 2011 19:30 Umræða um kynlífstækjanotkun hefur einskorðast við konur og kannski má það rekja til spennings okkar yfir heimakynningum á titrandi gersemum. Eða því hversu ábyrgðarfullar við erum í að tryggja okkar eigin fullnægingu. Hvað sem því líður sýnir nýleg rannsókn að meirihluti samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna eigi einnig myndarlegan dótakassa. Tækin einskorðast því ekki við konur þó að umræðan eigi það til að gera það. Ég er oft spurð (oftar en ekki af karlmönnum) um kynlífstæki og þá hvað sé „besta“ og vinsælasta kynlífstækið. Það er réttast að leiðrétta einn misskilning sem snöggvast, það er ekkert „best“ eða eitt rétt þegar kemur að kynlífi. Kynlíf er einstaklingsbundinn leikur sem er síbreytilegur. Þess vegna er talað um dótakassa undir mismunandi tæki og tól en ekki bara eina græju. Það má nefnilega hafa gaman af því að finna út hvort bleikur titrandi höfrungur fullnægi í dag en blátt egg á morgun. Saga kynlífstækja er merkileg í því ljósi að titrarinn var fundinn upp og tæknivæddur til að létta ákveðinni fagstétt karlmanna það verk að fullnægja konum. Þetta er því viðurkennd lausn sem konur og karlar hafa lumað á í skúffunni sinni í langan tíma. Galdurinn felst í titringnum; ef tækið titrar þá virkar það. Flest kynlífstæki sem eru hönnuð fyrir konur miða að örvun á sníp og rétt inn fyrir leggöng. Þau vinsælustu eru því oft í lögun sem er ansi frábrugðin hinum ílanga getnaðarlim og líta frekar út eins og egg, þríhyrnd keila eða baknuddstæki. Þessi sömu tæki eru einnig hentug fyrir endaþarmsörvun, gefið að hönnun tækisins sé þannig að það geti ekki „ryksugast“ upp og týnst í leyndardómum þarmanna. Sumir telja að sá sem kynnir kynlífstæki til leiks sé að ógna eða gera lítið úr hinum aðilanum, líkt og að sá sé ekki að standa sig nægilega vel. Þessu er ég algerlega ósammála. Það að kynna tæki til leiks getur einmitt létt undir þrýstingi hjá þeim sem telur sig bera ábyrgð á að fullnægja kynlífsfélaganum, og getur því verið kærkomin viðbót fyrir báða aðila. Að því gefnu að báðir séu sáttir við titrandi aukahljóð. Það er næstum orðið krafa að konur lumi á heljarinnar kistu undir rúminu sem skarti öllum regnbogans litum af titrandi aukahlutum, sem þær svo kynna til leiks líkt og um hlaðborð af kræsingum væri að ræða. Það hentar ekki öllum að krydda kynlífið með tækjum, ekki frekar en það að krydda matinn með Season All. Kynlífstæki eru persónulegur hlutur sem þarf að kynna með smá fyrirvara og jafnvel prófa sig áfram með í einrúmi áður en það fer að suða undir sænginni. Þá þarf að passa að þrífa tækið eftir hverja notkun og fjarlægja rafhlöðurnar svo tækið endist lengur. Nú er málið bara að prófa sig áfram!Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Umræða um kynlífstækjanotkun hefur einskorðast við konur og kannski má það rekja til spennings okkar yfir heimakynningum á titrandi gersemum. Eða því hversu ábyrgðarfullar við erum í að tryggja okkar eigin fullnægingu. Hvað sem því líður sýnir nýleg rannsókn að meirihluti samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna eigi einnig myndarlegan dótakassa. Tækin einskorðast því ekki við konur þó að umræðan eigi það til að gera það. Ég er oft spurð (oftar en ekki af karlmönnum) um kynlífstæki og þá hvað sé „besta“ og vinsælasta kynlífstækið. Það er réttast að leiðrétta einn misskilning sem snöggvast, það er ekkert „best“ eða eitt rétt þegar kemur að kynlífi. Kynlíf er einstaklingsbundinn leikur sem er síbreytilegur. Þess vegna er talað um dótakassa undir mismunandi tæki og tól en ekki bara eina græju. Það má nefnilega hafa gaman af því að finna út hvort bleikur titrandi höfrungur fullnægi í dag en blátt egg á morgun. Saga kynlífstækja er merkileg í því ljósi að titrarinn var fundinn upp og tæknivæddur til að létta ákveðinni fagstétt karlmanna það verk að fullnægja konum. Þetta er því viðurkennd lausn sem konur og karlar hafa lumað á í skúffunni sinni í langan tíma. Galdurinn felst í titringnum; ef tækið titrar þá virkar það. Flest kynlífstæki sem eru hönnuð fyrir konur miða að örvun á sníp og rétt inn fyrir leggöng. Þau vinsælustu eru því oft í lögun sem er ansi frábrugðin hinum ílanga getnaðarlim og líta frekar út eins og egg, þríhyrnd keila eða baknuddstæki. Þessi sömu tæki eru einnig hentug fyrir endaþarmsörvun, gefið að hönnun tækisins sé þannig að það geti ekki „ryksugast“ upp og týnst í leyndardómum þarmanna. Sumir telja að sá sem kynnir kynlífstæki til leiks sé að ógna eða gera lítið úr hinum aðilanum, líkt og að sá sé ekki að standa sig nægilega vel. Þessu er ég algerlega ósammála. Það að kynna tæki til leiks getur einmitt létt undir þrýstingi hjá þeim sem telur sig bera ábyrgð á að fullnægja kynlífsfélaganum, og getur því verið kærkomin viðbót fyrir báða aðila. Að því gefnu að báðir séu sáttir við titrandi aukahljóð. Það er næstum orðið krafa að konur lumi á heljarinnar kistu undir rúminu sem skarti öllum regnbogans litum af titrandi aukahlutum, sem þær svo kynna til leiks líkt og um hlaðborð af kræsingum væri að ræða. Það hentar ekki öllum að krydda kynlífið með tækjum, ekki frekar en það að krydda matinn með Season All. Kynlífstæki eru persónulegur hlutur sem þarf að kynna með smá fyrirvara og jafnvel prófa sig áfram með í einrúmi áður en það fer að suða undir sænginni. Þá þarf að passa að þrífa tækið eftir hverja notkun og fjarlægja rafhlöðurnar svo tækið endist lengur. Nú er málið bara að prófa sig áfram!Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun