Mjúkur ævintýraheimur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 16. maí 2011 07:00 Ruggusvanurinn er sérstaklega hrífandi, stór og mjúkur. Lokkandi er heiti nýrrar vörulínu sem textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir hefur hannað fyrir börn, sem unnin er úr íslensku hráefni. Línunni tilheyrir meðal annars stór ruggusvanur sem vakið hefur mikla athygli en svanurinn er gerður úr svampi og er klæddur gæru og roði eða prjóni og roði. „Ég vann svaninn upphaflega fyrir sýningu á síðasta Hönnunarmars en markmiðið var að hanna eitthvað úr íslensku hráefni fyrir börn. Ég ákvað fljótlega að nota roð og skinn og valdi klippta gæru utan um hvíta svaninn, hún er mjúk og hreinlegri finnst mér en löngu lokkarnir,“ segir Bryndís.Herðatrén er hægt að fá í nokkrum litum en þau eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum.Svanurinn er stór í sniðum, 90 x 90 sentimetrar, sem gerir það að verkum að hann stendur vel en undirlagið ruggar. Hamur svarta svansins er úr prjónuðu efni, nema vængirnir sem eru úr gæru. Goggarnir á þeim báðum eru úr roði. „Börn hafa hrifist mjög af svaninum og mýkt hans en ég hef orðið vör við að allflestir tengja svaninn við ævintýraheim enda kemur hann við sögu í þeim nokkrum. Hann er léttur þannig að það má leika sér með hann – henda honum upp í loft og slíkt – og það skemmtilega við svampinn er að hann dúar svo fallega, eins og í svanahálsinum sem börnin halda utan um. “ Svanurinn fæst í Aurum sem og herðatré sem Bryndís hannaði í sömu línu. „Herðatrén eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum. „Herðatrén eru þá eins og fuglarnir í loftinu sem svífa,“ segir Bryndís. „Ég vildi ná þessari mýkt sem einkennir bólstruð herðatré. Ég á sjálf tvær stelpur og veit hversu gaman það er að geta hengt á vegg falleg herðatré.“ juliam@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Lokkandi er heiti nýrrar vörulínu sem textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir hefur hannað fyrir börn, sem unnin er úr íslensku hráefni. Línunni tilheyrir meðal annars stór ruggusvanur sem vakið hefur mikla athygli en svanurinn er gerður úr svampi og er klæddur gæru og roði eða prjóni og roði. „Ég vann svaninn upphaflega fyrir sýningu á síðasta Hönnunarmars en markmiðið var að hanna eitthvað úr íslensku hráefni fyrir börn. Ég ákvað fljótlega að nota roð og skinn og valdi klippta gæru utan um hvíta svaninn, hún er mjúk og hreinlegri finnst mér en löngu lokkarnir,“ segir Bryndís.Herðatrén er hægt að fá í nokkrum litum en þau eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum.Svanurinn er stór í sniðum, 90 x 90 sentimetrar, sem gerir það að verkum að hann stendur vel en undirlagið ruggar. Hamur svarta svansins er úr prjónuðu efni, nema vængirnir sem eru úr gæru. Goggarnir á þeim báðum eru úr roði. „Börn hafa hrifist mjög af svaninum og mýkt hans en ég hef orðið vör við að allflestir tengja svaninn við ævintýraheim enda kemur hann við sögu í þeim nokkrum. Hann er léttur þannig að það má leika sér með hann – henda honum upp í loft og slíkt – og það skemmtilega við svampinn er að hann dúar svo fallega, eins og í svanahálsinum sem börnin halda utan um. “ Svanurinn fæst í Aurum sem og herðatré sem Bryndís hannaði í sömu línu. „Herðatrén eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum. „Herðatrén eru þá eins og fuglarnir í loftinu sem svífa,“ segir Bryndís. „Ég vildi ná þessari mýkt sem einkennir bólstruð herðatré. Ég á sjálf tvær stelpur og veit hversu gaman það er að geta hengt á vegg falleg herðatré.“ juliam@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira