Réttlæti siðaðra þjóða Gerður Kristný skrifar 23. maí 2011 11:00 Undanfarnar vikur hefur athygli heimsbyggðarinnar beinst að Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku sem miðað við smæð hefur verið furðu oft í fréttum frá því ég komst til vits á ára. Ekki var harðstjórinn Idi Amin fyrr horfinn úr embætti en stríð braust út sem kostaði fjölda manns lífið. Uppreisnarmenn rændu börnum og létu þau berjast í stríðinu eða notuðu sem kynlífsþræla. Þótt heimurinn sé vissulega fagur er hjartalag fólks býsna mismunandi. Ég fékk að hitta sum þessara barna þegar ég heimsótti Úganda með Barnaheillum sl. vetur. Sum voru óskaplega dapureygð, enda oft langsoltin. Börnin eru mörg hver send á fastandi maga í skólann og fá ekki að borða fyrr en þau koma heim seint um kvöldið. Það er þá eina máltíðin sem þau neyta yfir daginn. Þótt friður hafi komist á fyrir rúmum tveimur árum er mikið starf enn óunnið. Til dæmis þarf að mennta bæði börn og fullorðna upp á nýtt því vegna stríðsins kann heil kynslóð Úgandabúa hvorki að rækta jörðina né elda matinn sem hún gæti gefið af sér. Þessu þarf að breyta og til þess þarf landið aðstoð frá umheiminum. Ástæðan fyrir því að Úganda skaut nýlega upp í fréttum er sú staðreynd að fyrir þinginu lá frumvarp sem kvað á um þungar refsingar við samkynhneigð. Umheimurinn brást við af röggsemi og mótmælunum rigndi yfir ráðamenn landsins. Afleiðingarnar urðu þær að frumvarpinu var frestað. Ég heyrði af andúð heimamanna gagnvart samkynhneigð í ferðinni og fannst þessi þjóð þurfa að glíma við nógu mörg grafalvarleg vandamál tengd hatri þótt hún væri nú ekki að gera líka vandamál úr ástinni. Þegar fjallað var um frumvarpið óhuggulega á Alþingi á dögunum sló það mig að sjá þingmenn stæra sig af þeirri þróunaraðstoð sem við höfum veitt Úgandabúum og hóta því að draga úr henni yrðu nýju lögin samþykkt. Allir vita að við Íslendingar höfum aldrei haft neina ástæðu til að flagga þeim upphæðum sem við höfum varið til þróunaraðstoðar. Þær hafa ekki verið það rausnarlegar. Á þetta hafa margir bent í gegnum tíðina sem og þá staðreynd að í stríði eru það alltaf óbreyttir borgarar og dapureygir sársvangir krakkar sem þurfa að þjást. Það minnsta sem við getum gert er að halda áfram þeirri litlu þróunaraðstoð sem við þó veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun
Undanfarnar vikur hefur athygli heimsbyggðarinnar beinst að Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku sem miðað við smæð hefur verið furðu oft í fréttum frá því ég komst til vits á ára. Ekki var harðstjórinn Idi Amin fyrr horfinn úr embætti en stríð braust út sem kostaði fjölda manns lífið. Uppreisnarmenn rændu börnum og létu þau berjast í stríðinu eða notuðu sem kynlífsþræla. Þótt heimurinn sé vissulega fagur er hjartalag fólks býsna mismunandi. Ég fékk að hitta sum þessara barna þegar ég heimsótti Úganda með Barnaheillum sl. vetur. Sum voru óskaplega dapureygð, enda oft langsoltin. Börnin eru mörg hver send á fastandi maga í skólann og fá ekki að borða fyrr en þau koma heim seint um kvöldið. Það er þá eina máltíðin sem þau neyta yfir daginn. Þótt friður hafi komist á fyrir rúmum tveimur árum er mikið starf enn óunnið. Til dæmis þarf að mennta bæði börn og fullorðna upp á nýtt því vegna stríðsins kann heil kynslóð Úgandabúa hvorki að rækta jörðina né elda matinn sem hún gæti gefið af sér. Þessu þarf að breyta og til þess þarf landið aðstoð frá umheiminum. Ástæðan fyrir því að Úganda skaut nýlega upp í fréttum er sú staðreynd að fyrir þinginu lá frumvarp sem kvað á um þungar refsingar við samkynhneigð. Umheimurinn brást við af röggsemi og mótmælunum rigndi yfir ráðamenn landsins. Afleiðingarnar urðu þær að frumvarpinu var frestað. Ég heyrði af andúð heimamanna gagnvart samkynhneigð í ferðinni og fannst þessi þjóð þurfa að glíma við nógu mörg grafalvarleg vandamál tengd hatri þótt hún væri nú ekki að gera líka vandamál úr ástinni. Þegar fjallað var um frumvarpið óhuggulega á Alþingi á dögunum sló það mig að sjá þingmenn stæra sig af þeirri þróunaraðstoð sem við höfum veitt Úgandabúum og hóta því að draga úr henni yrðu nýju lögin samþykkt. Allir vita að við Íslendingar höfum aldrei haft neina ástæðu til að flagga þeim upphæðum sem við höfum varið til þróunaraðstoðar. Þær hafa ekki verið það rausnarlegar. Á þetta hafa margir bent í gegnum tíðina sem og þá staðreynd að í stríði eru það alltaf óbreyttir borgarar og dapureygir sársvangir krakkar sem þurfa að þjást. Það minnsta sem við getum gert er að halda áfram þeirri litlu þróunaraðstoð sem við þó veitum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun