Örlög smáblóma í írónískum heimi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. maí 2011 11:00 Bækur Skrælingjasýningin. Kristín Svava Tómasdóttir. Bjartur. Kristín Svava Tómasdóttir ruddist inn á ljóðasviðið með brauki og bramli árið 2007 þegar fyrsta ljóðabók hennar, Blótgælur, kom út. Henni var umsvifalaust skipað á bekk okkar efnulegustu ungskálda, enda átti þessi kjaftfori töffari sem ekkert var heilagt ágætlega heima þar. Skrælingjasýningin er rökrétt framhald af Blótgælum, þroskaðri ljóð og tónninn lágstemmdari þótt fyrrgreindur töffari sé aldrei langt undan. Tónninn er sleginn strax í upphafsorðum fyrsta ljóðs bókarinnar: „Krass! Búmm! Harmafregn! Stríð á okkar tímum!" og það stríð er ekki einungis háð á vígvöllum, það er háð innra með okkur hverju og einu, allan daginn alla daga og ekki von til að það endi í bráð: Sameinuð skríðum vér sundruð skrimtum vér og til hvers erum við hér ef ekki til að níða það sem er ranglega heilagt? (tímgast og rotna) ( bls. 11) Kristínu Svövu er enn ekkert heilagt. Hún yrkir um samskipti kynjanna, stríðsrekstur heiman og heima, skrifar bréf til herra Brown, skilur ekki hví Karli Blöndal berast aldrei bréf, gagnrýnir samfélagið og gerir grín að skáldaspírum og sjálfskipuðum réttlætisbaráttumönnum. En þótt húmorinn sé oftar en ekki hnífskarpur og nístandi liggja undir einhver djúpur tregi og þrá sem raska ró lesandans. Það er ógn í andrúmsloftinu og órói í hjörtunum, ástin aðeins tímabundin afþreying, öll landamæri lokuð og maður kannski ekki einu sinni manns gaman þegar allt kemur til alls: Þessar manneskjur sem villast inn í líf þitt stíga steypuna í æðum þér og hverfa svo aftur út í þýðingarleysið Hversu mörgum hefur maður ekki týnt og hversu innilega hefur manni ekki staðið á sama þegar allt kemur til alls (bls. 13) Seinni hluti bókarinnar kallast – Viðauki – Lyklar að túlkun 22 ljóða – syrpa handa kennurum. Þar eru „greind" 14 ljóð með tungutaki bókmenntafræðinnar á óborganlega skemmtilegan hátt. Lesandinn bókstaflega veltist um af hlátri og verður að viðurkenna að klisjusafnið hittir oftar en ekki beint í mark: Ljóðið er írónísk ádeila á yfirborðskenndan neysluheim póstmódernískrar menningarelítu sem telur sig taka upplýstar sjálfstæðar ákvarðanir en er ekki síður á valdi samfélagshugmyndanna en pöpullinn .... ( bls. 43) Í heild er Skrælingjasýningin án efa skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið rær Kristín Svava á dýpri mið en áður og þótt kjaftshöggin séu kannski ekki eins beinskeytt og í Blótgælum er undiraldan sterkari og áhrifameiri. Niðurstaða: Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa. Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bækur Skrælingjasýningin. Kristín Svava Tómasdóttir. Bjartur. Kristín Svava Tómasdóttir ruddist inn á ljóðasviðið með brauki og bramli árið 2007 þegar fyrsta ljóðabók hennar, Blótgælur, kom út. Henni var umsvifalaust skipað á bekk okkar efnulegustu ungskálda, enda átti þessi kjaftfori töffari sem ekkert var heilagt ágætlega heima þar. Skrælingjasýningin er rökrétt framhald af Blótgælum, þroskaðri ljóð og tónninn lágstemmdari þótt fyrrgreindur töffari sé aldrei langt undan. Tónninn er sleginn strax í upphafsorðum fyrsta ljóðs bókarinnar: „Krass! Búmm! Harmafregn! Stríð á okkar tímum!" og það stríð er ekki einungis háð á vígvöllum, það er háð innra með okkur hverju og einu, allan daginn alla daga og ekki von til að það endi í bráð: Sameinuð skríðum vér sundruð skrimtum vér og til hvers erum við hér ef ekki til að níða það sem er ranglega heilagt? (tímgast og rotna) ( bls. 11) Kristínu Svövu er enn ekkert heilagt. Hún yrkir um samskipti kynjanna, stríðsrekstur heiman og heima, skrifar bréf til herra Brown, skilur ekki hví Karli Blöndal berast aldrei bréf, gagnrýnir samfélagið og gerir grín að skáldaspírum og sjálfskipuðum réttlætisbaráttumönnum. En þótt húmorinn sé oftar en ekki hnífskarpur og nístandi liggja undir einhver djúpur tregi og þrá sem raska ró lesandans. Það er ógn í andrúmsloftinu og órói í hjörtunum, ástin aðeins tímabundin afþreying, öll landamæri lokuð og maður kannski ekki einu sinni manns gaman þegar allt kemur til alls: Þessar manneskjur sem villast inn í líf þitt stíga steypuna í æðum þér og hverfa svo aftur út í þýðingarleysið Hversu mörgum hefur maður ekki týnt og hversu innilega hefur manni ekki staðið á sama þegar allt kemur til alls (bls. 13) Seinni hluti bókarinnar kallast – Viðauki – Lyklar að túlkun 22 ljóða – syrpa handa kennurum. Þar eru „greind" 14 ljóð með tungutaki bókmenntafræðinnar á óborganlega skemmtilegan hátt. Lesandinn bókstaflega veltist um af hlátri og verður að viðurkenna að klisjusafnið hittir oftar en ekki beint í mark: Ljóðið er írónísk ádeila á yfirborðskenndan neysluheim póstmódernískrar menningarelítu sem telur sig taka upplýstar sjálfstæðar ákvarðanir en er ekki síður á valdi samfélagshugmyndanna en pöpullinn .... ( bls. 43) Í heild er Skrælingjasýningin án efa skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið rær Kristín Svava á dýpri mið en áður og þótt kjaftshöggin séu kannski ekki eins beinskeytt og í Blótgælum er undiraldan sterkari og áhrifameiri. Niðurstaða: Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa.
Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf „Þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira