Vestfirskt flæði og grúv 3. júní 2011 13:00 Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira