Vestfirskt flæði og grúv 3. júní 2011 13:00 Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira
Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Stjörnuryk var stofnuð fyrir tveimur árum af röppurunum Geira, Ká eff bé, Gauta og Rattó, sem heita réttu nafni Ásgeir Þór Kristinsson, Kristinn F. Birgisson, Óttar Gnýr Rögnvaldsson og Gautur Ingi Ingimarsson. Þeir byrjuðu reyndar að rappa saman 2002 en tóku góðan tíma í að stofna hljómsveitina. Síðan þá hafa þeir tvívegis spilað á hátíðinni Aldrei fór ég suður og á Villta vestrinu á Akranesi. Núna búa þeir á höfuðborgarsvæðinu og tveir þeirra stefna á nám í hljóðblöndun, eða Geiri og Ká eff bé. Strákarnir eru fæddir 1982 og 1985 og kominn tími á plötu að þeirra mati. „Við erum orðnir svolítið gamlir. Við urðum eiginlega að gefa þetta út strax. Við vildum vera búnir að gera eitthvað fyrir þrítugt," segir Geiri, sem tók einnig upp plötuna. Aðspurður segir hann að þeir rappi um allt sem þeim dettur í hug. „Við erum aðallega að leika okkur með flæðið. Textinn er ekkert alltaf aðalmálið en það eru nokkur lög þar sem við spáum meira í textanum," segir hann. „Þetta snýst um að búa til gott grúv." Mikið er um gestagang á plötunni og má þá nefna þá bræður Erp og Eyjólf Eyvindarsyni (Blaz Roca og Sesar A) sem syngja með Stjörnuryki lagið Westfirzka mafían. Einnig koma fram á plötunni þeir Ástþór Óðinn, Þóra Ingimars, Ramses og hinn kornungi rappari MC Ísaksen. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Prikinu á föstudagskvöld. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Sjá meira