Upp námu menn Gerður Kristný skrifar 6. júní 2011 07:00 Íslendingar eru uppnámsfús þjóð. Okkur finnst við varla lifa til fulls nema hjartslátturinn dynji í líkingu við það þegar gripharður gæðingur skeiðar í ásamóði. Við fögnum hverju tækifæri til að geta fundið taugarnar titra og hér er fátt eitt af því sem í boði hefur verið undanfarin ár: Olíusamráð, Icesave, heiðurslaun Alþingis, tvöföldun Reykjanesbrautar, barnýgir kettir, glerhjúpurinn utan á Hörpu, greiðslukortasamráð, Finnur Ingólfsson, meintur dauði norðlensks hunds, fuglaflensa, kennaraskortur, gosframleiðandasamráð, staðgöngumæðrun… Listinn er jafnlangur og boðslistinn í nefnda Hörpu og vel á minnst, hann ætti einmitt líka erindi í þessa upptalningu. Það merkilega er að hvert uppnám dugar sjaldnast lengur en í 10 daga. Ég hef orðið svo vel vör við þetta mynstur því ég skrifa pistlana mína hér í Fréttablaðið aðra hverja viku. Venjulega lýk ég við þá þremur til fjórum dögum fyrir birtingu. Verði mér það á að velja eitthvert umræðuefnið sem þá ber hæst get ég yfirleitt verið viss um að öllum sé orðið nákvæmlega sama þegar pistillinn loks birtist. Þá hefur nýtt uppnám þegar hafist með tilheyrandi hjartsláttartruflunum. Þjóðfræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði um íslenska umræðuhefð á bloggsíðu sinni í síðustu viku. „Umburðarlyndi fyrir skoðun er ekkert, upphrópanir og fordæmingar daglegt brauð, viðbitið er persónuárásir og níð um náungann. Um leið fellur verðgildi sjálfs tungutaksins. Með versnandi orðbragði dofna blæbrigði málsins og tilfinning manna fyrir dýpri merkingu sömuleiðis,“ segir Ólína og mælir þar karla og kvenna heilust. Einmitt nú þegar erfiðir tímar ríkja í íslensku samfélagi og okkur veitti ekki af sálarró og samhug leyfum við umræðuhefðinni að taka okkur tungutaki og herða að án þess að hafa fyrir því að streitast á móti. Við ættum að temja okkur þá list betur að láta okkur fátt um finnast – nema náttúrlega um það sem óumdeilanlega skiptir mestu máli; næstu kynslóð. Sjáum til þess að það sé ekki orðbragð af ýsunni sem við eldum ofan í börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Íslendingar eru uppnámsfús þjóð. Okkur finnst við varla lifa til fulls nema hjartslátturinn dynji í líkingu við það þegar gripharður gæðingur skeiðar í ásamóði. Við fögnum hverju tækifæri til að geta fundið taugarnar titra og hér er fátt eitt af því sem í boði hefur verið undanfarin ár: Olíusamráð, Icesave, heiðurslaun Alþingis, tvöföldun Reykjanesbrautar, barnýgir kettir, glerhjúpurinn utan á Hörpu, greiðslukortasamráð, Finnur Ingólfsson, meintur dauði norðlensks hunds, fuglaflensa, kennaraskortur, gosframleiðandasamráð, staðgöngumæðrun… Listinn er jafnlangur og boðslistinn í nefnda Hörpu og vel á minnst, hann ætti einmitt líka erindi í þessa upptalningu. Það merkilega er að hvert uppnám dugar sjaldnast lengur en í 10 daga. Ég hef orðið svo vel vör við þetta mynstur því ég skrifa pistlana mína hér í Fréttablaðið aðra hverja viku. Venjulega lýk ég við þá þremur til fjórum dögum fyrir birtingu. Verði mér það á að velja eitthvert umræðuefnið sem þá ber hæst get ég yfirleitt verið viss um að öllum sé orðið nákvæmlega sama þegar pistillinn loks birtist. Þá hefur nýtt uppnám þegar hafist með tilheyrandi hjartsláttartruflunum. Þjóðfræðingurinn Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði um íslenska umræðuhefð á bloggsíðu sinni í síðustu viku. „Umburðarlyndi fyrir skoðun er ekkert, upphrópanir og fordæmingar daglegt brauð, viðbitið er persónuárásir og níð um náungann. Um leið fellur verðgildi sjálfs tungutaksins. Með versnandi orðbragði dofna blæbrigði málsins og tilfinning manna fyrir dýpri merkingu sömuleiðis,“ segir Ólína og mælir þar karla og kvenna heilust. Einmitt nú þegar erfiðir tímar ríkja í íslensku samfélagi og okkur veitti ekki af sálarró og samhug leyfum við umræðuhefðinni að taka okkur tungutaki og herða að án þess að hafa fyrir því að streitast á móti. Við ættum að temja okkur þá list betur að láta okkur fátt um finnast – nema náttúrlega um það sem óumdeilanlega skiptir mestu máli; næstu kynslóð. Sjáum til þess að það sé ekki orðbragð af ýsunni sem við eldum ofan í börnin okkar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun