Drápsleikir dátanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júní 2011 07:00 Ekki hefur það farið sérstaklega hátt í fjölmiðlum, en undanfarna daga hafa nokkur hundruð manns leikið sér í stríðsleik hér á landi. Settar hafa verið á svið sem „raunverulegastar aðstæður" svo dátarnir venjist því sem best hvernig er að drepa aðra dáta. Líklega hafa þó margir þeirra nokkra reynslu í því. Til að kóróna stráksskapinn heitir þessi leikur Norðurvíkingur, en byssuleikurinn hefur verið haldinn reglulega hér á landi frá árinu 1991. Kostnaður íslenska ríkisins í ár nemur 30 milljónum króna. Á meðan Natódátarnir leika sér í drápsleikjum á Íslandi standa kollegar þeirra í alvöru drápum um allan heim. Þeir eru til dæmis að sprengja fólk í Líbíu þessa dagana, allt með stuðningi Íslands. Reyndar er fjöldi landa þar sem þeir munu aldrei drepa fólk og valdhafar fara sínu fram hvað sem líður mannréttindabrotum. Hneykslan hins velmektandi vestræna heims fer nefnilega oftar en ekki saman við hagsmuni hinna vestrænu ríkja og erum við Íslendingar ekki undanskildir þar. Og á meðan dátarnir drepa ekki fólk í fjarlægum löndum leika þeir sér í drápsleikjum á Íslandi. Það ríkir merkilegt sinnuleysi um þessa stríðsleiki hér á landi. Þeir sem þeim mótmæla eru taldir bláeygir sakleysingjar sem ekki skilja hvernig heimurinn er skrúfaður saman. Staðreyndin er hins vegar sú að drápstól eru drápstól og hermenn hermenn, hvar í heiminum sem þeir eru. Hér á landi er það sport að fara með börnin og skoða herskip, að ekki sé nú talað um herþotur. Kannski væri réttast að um borð væru myndir af fórnarlömbunum, sundurtættum líkum og grátandi mæðrum. Kannski það mundi duga til að Íslendingar gerðu sér grein fyrir því til hvers drápstól eru gerð. Það er þó allsendis óvíst að það mundi duga til. Trauðla verður friður í heiminum í bráð. Tækifærinu sem endalok Kalda stríðsins buðu upp á til að byggja upp friðsælli heim var fórnað á altari hagsmuna hinna vestrænu ríkja. Þar ber Ísland sína ábyrgð. Ekki er ástæða til bjartsýni í þessum efnum þegar litið er til þess að við ákvarðanir um innrásir og loftárásir á önnur lönd virðist mönnum fyrirmunað að læra af sögunni. Gúbbífiskaminnið ræður ríkjum og alltaf skal árás vera eina rétta svarið akkúrat núna; þó að dæmin séu mýmörg um hvernig hlutir klúðruðust áður. Og á meðan það þykir eðlilegasti hlutur í heimi að í litlu, herlausu landi, sem ekki stafar ógn af neinum, leiki sér hundruð morðmenna með byssur og sprengjutól; tja, þá er ekki von á friðvænlegri heimi í bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Ekki hefur það farið sérstaklega hátt í fjölmiðlum, en undanfarna daga hafa nokkur hundruð manns leikið sér í stríðsleik hér á landi. Settar hafa verið á svið sem „raunverulegastar aðstæður" svo dátarnir venjist því sem best hvernig er að drepa aðra dáta. Líklega hafa þó margir þeirra nokkra reynslu í því. Til að kóróna stráksskapinn heitir þessi leikur Norðurvíkingur, en byssuleikurinn hefur verið haldinn reglulega hér á landi frá árinu 1991. Kostnaður íslenska ríkisins í ár nemur 30 milljónum króna. Á meðan Natódátarnir leika sér í drápsleikjum á Íslandi standa kollegar þeirra í alvöru drápum um allan heim. Þeir eru til dæmis að sprengja fólk í Líbíu þessa dagana, allt með stuðningi Íslands. Reyndar er fjöldi landa þar sem þeir munu aldrei drepa fólk og valdhafar fara sínu fram hvað sem líður mannréttindabrotum. Hneykslan hins velmektandi vestræna heims fer nefnilega oftar en ekki saman við hagsmuni hinna vestrænu ríkja og erum við Íslendingar ekki undanskildir þar. Og á meðan dátarnir drepa ekki fólk í fjarlægum löndum leika þeir sér í drápsleikjum á Íslandi. Það ríkir merkilegt sinnuleysi um þessa stríðsleiki hér á landi. Þeir sem þeim mótmæla eru taldir bláeygir sakleysingjar sem ekki skilja hvernig heimurinn er skrúfaður saman. Staðreyndin er hins vegar sú að drápstól eru drápstól og hermenn hermenn, hvar í heiminum sem þeir eru. Hér á landi er það sport að fara með börnin og skoða herskip, að ekki sé nú talað um herþotur. Kannski væri réttast að um borð væru myndir af fórnarlömbunum, sundurtættum líkum og grátandi mæðrum. Kannski það mundi duga til að Íslendingar gerðu sér grein fyrir því til hvers drápstól eru gerð. Það er þó allsendis óvíst að það mundi duga til. Trauðla verður friður í heiminum í bráð. Tækifærinu sem endalok Kalda stríðsins buðu upp á til að byggja upp friðsælli heim var fórnað á altari hagsmuna hinna vestrænu ríkja. Þar ber Ísland sína ábyrgð. Ekki er ástæða til bjartsýni í þessum efnum þegar litið er til þess að við ákvarðanir um innrásir og loftárásir á önnur lönd virðist mönnum fyrirmunað að læra af sögunni. Gúbbífiskaminnið ræður ríkjum og alltaf skal árás vera eina rétta svarið akkúrat núna; þó að dæmin séu mýmörg um hvernig hlutir klúðruðust áður. Og á meðan það þykir eðlilegasti hlutur í heimi að í litlu, herlausu landi, sem ekki stafar ógn af neinum, leiki sér hundruð morðmenna með byssur og sprengjutól; tja, þá er ekki von á friðvænlegri heimi í bráð.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun