Gleðin er besta víman Trausti Júlíusson skrifar 15. júní 2011 13:30 Páll Óskar gleðigjafi. Tónleikar . Páll Óskar og Sinfó. Harpa í Eldborg, 11. júní. Tónleikar Páls Óskars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á laugardagskvöldið voru þeir níundu í röðinni. Síðasta haust seldist á svipstundu upp á ferna hljómleika í Háskólabíói og það sama gerðist þegar blásið var til fimm tónleika í Eldborgarsal Hörpu nú í júní. Samtals hafa Páll Óskar og Sinfó því selt á þrettánda þúsund miða. Það þarf ekki að koma á óvart. Þetta voru í einu orði sagt stórkostlegir tónleikar, fullkomnir. Það hafði augljóslega verið hugsað fyrir hverju einasta smáatriði og allt gekk upp: Útlit, uppsetning, hljómur, lagaval, lagaröð, söngur, hljóðfæraleikur og útsetningar. Stemningin var líka ótrúleg, gleðin skein af hverju andliti og margir tónleikagesta réðu varla við sig af hamingju. Samstarf Sinfó og poppara hefur ekki alltaf komið sérstaklega vel út, en hjá Páli Óskari gekk það agjörlega upp. Maður hafði aldrei á tilfinningunni að þetta væri einhver undarleg samsuða, heldur að það væri ein hljómsveit á sviðinu. Og ein stjarna. Auk Palla og Sinfó voru á sviðinu fjórir bakraddasöngvarar og poppsveit skipuð hljómborðsleikara, gítarleikara, bassaleikara og trommuleikara. Monika Abendroth kom líka og spilaði á hörpu í laginu Ó hvílíkt frelsi. Sinfóníuhljómsveitin lék misstórt hlutverk í útsetningunum. Í sumum laganna lagði hún aðallega til strengi eða blástur á réttum stöðum, en í öðrum sá hún nánast alfarið um hljóðfæraleikinn. Tónleikarnir byrjuðu með látum. Eftir forleik sem var svíta samsett úr lögunum hans Palla kom diskósyrpa sem samanstóð af lögunum TF-Stuð, Partídýr og Partí fyrir tvo og svo komu lögin hvert af öðru. Dagskráin spannaði allan ferilinn, allt frá Anyone Who Had a Heart og Góða nótt (það síðarnefnda sungið með Kristjönu Stefánsdóttur) yfir í gömul og ný stuðlög og smelli eins og Söngur um lífið og Gordjöss. Útsetningarnar voru almennt mjög flottar, en sérstaklega vil ég nefna Betra líf, Ó hvílíkt frelsi, Ljúfa líf og Minn hinsti dans. Það síðastnefnda var geggjað, miklu flottara en frumútgáfan. En þó að tónlistin hafi verið flott, eins konar viðhafnarútgáfa af Páli Óskari, þá áttu sviðsframkoma, kynningar og jákvæður boðskapur Palla ekki minni þátt í að búa til þá taumlausu gleði sem var ríkjandi í Eldborg á laugardagskvöldið: Dansinn og tilþrifin, húmorinn, sögurnar og samskipti hans við hljómsveitarstjórann Bernharð Wilkinson. Palli hafði salinn algjörlega á valdi sínu. Maður fékk gæsahúð af tónlistinni og hló af gleði á sama tíma. Það verður ekki mikið betra! Niðurstaða: Gleðin réði ríkjum á frábærum viðhafnartónleikum Páls Óskars og Sinfó á laugardagskvöldið. Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónleikar . Páll Óskar og Sinfó. Harpa í Eldborg, 11. júní. Tónleikar Páls Óskars með Sinfóníuhljómsveit Íslands á laugardagskvöldið voru þeir níundu í röðinni. Síðasta haust seldist á svipstundu upp á ferna hljómleika í Háskólabíói og það sama gerðist þegar blásið var til fimm tónleika í Eldborgarsal Hörpu nú í júní. Samtals hafa Páll Óskar og Sinfó því selt á þrettánda þúsund miða. Það þarf ekki að koma á óvart. Þetta voru í einu orði sagt stórkostlegir tónleikar, fullkomnir. Það hafði augljóslega verið hugsað fyrir hverju einasta smáatriði og allt gekk upp: Útlit, uppsetning, hljómur, lagaval, lagaröð, söngur, hljóðfæraleikur og útsetningar. Stemningin var líka ótrúleg, gleðin skein af hverju andliti og margir tónleikagesta réðu varla við sig af hamingju. Samstarf Sinfó og poppara hefur ekki alltaf komið sérstaklega vel út, en hjá Páli Óskari gekk það agjörlega upp. Maður hafði aldrei á tilfinningunni að þetta væri einhver undarleg samsuða, heldur að það væri ein hljómsveit á sviðinu. Og ein stjarna. Auk Palla og Sinfó voru á sviðinu fjórir bakraddasöngvarar og poppsveit skipuð hljómborðsleikara, gítarleikara, bassaleikara og trommuleikara. Monika Abendroth kom líka og spilaði á hörpu í laginu Ó hvílíkt frelsi. Sinfóníuhljómsveitin lék misstórt hlutverk í útsetningunum. Í sumum laganna lagði hún aðallega til strengi eða blástur á réttum stöðum, en í öðrum sá hún nánast alfarið um hljóðfæraleikinn. Tónleikarnir byrjuðu með látum. Eftir forleik sem var svíta samsett úr lögunum hans Palla kom diskósyrpa sem samanstóð af lögunum TF-Stuð, Partídýr og Partí fyrir tvo og svo komu lögin hvert af öðru. Dagskráin spannaði allan ferilinn, allt frá Anyone Who Had a Heart og Góða nótt (það síðarnefnda sungið með Kristjönu Stefánsdóttur) yfir í gömul og ný stuðlög og smelli eins og Söngur um lífið og Gordjöss. Útsetningarnar voru almennt mjög flottar, en sérstaklega vil ég nefna Betra líf, Ó hvílíkt frelsi, Ljúfa líf og Minn hinsti dans. Það síðastnefnda var geggjað, miklu flottara en frumútgáfan. En þó að tónlistin hafi verið flott, eins konar viðhafnarútgáfa af Páli Óskari, þá áttu sviðsframkoma, kynningar og jákvæður boðskapur Palla ekki minni þátt í að búa til þá taumlausu gleði sem var ríkjandi í Eldborg á laugardagskvöldið: Dansinn og tilþrifin, húmorinn, sögurnar og samskipti hans við hljómsveitarstjórann Bernharð Wilkinson. Palli hafði salinn algjörlega á valdi sínu. Maður fékk gæsahúð af tónlistinni og hló af gleði á sama tíma. Það verður ekki mikið betra! Niðurstaða: Gleðin réði ríkjum á frábærum viðhafnartónleikum Páls Óskars og Sinfó á laugardagskvöldið.
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira