Handbolti

Mors Thy vill fá Einar Inga í sínar raðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einar Ingi hér í leik með HK. Hann er að öllu óbreyttu á leið til Danmerkur. fréttablaðið/anton
Einar Ingi hér í leik með HK. Hann er að öllu óbreyttu á leið til Danmerkur. fréttablaðið/anton
Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir er að öllum líkindum á leið til Danmerkur en þau léku bæði með þýskum liðum síðasta vetur.

Þau komu frá Danmörku í gær þar sem Einar Ingi var í viðræðum við danska úrvalsdeildarliðið Mors Thy sem hefur gert Einari Inga samningstilboð. Einar Ingi tjáði Fréttablaðinu í gær að hann væri svo gott sem búinn að ná saman við danska liðið en þó væru enn lausir endar.

„Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég vil fá tveggja ára eða einn plús einn samning. Svo á Þórey eftir að finna sér lið í nágrenninu en það eru einhverjir möguleikar þar í stöðunni,“ sagði Einar Ingi en unnusta hans ætti nú ekki lenda í vandræðum með að finna sér félag enda öflugur hornamaður sem spilar með íslenska landsliðinu.

Einar Ingi er öflugur línumaður sem lék með HK og Fram hér heima áður en hann fór til Nordhorn í Þýskalandi. Þar stóð hann sig ágætlega í vetur.

Mors Thy varð í þriðja neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í vetur og þarf því eðlilega að styrkja sig í sumar til þess að geta gert enn betur á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×