Utan vallar: Flotið sofandi að feigðarósi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. júní 2011 08:30 Geir og Ólafur bera ábyrgð á slöku gengi íslenska A-landsliðsins. Hvorugum dettur hins vegar í hug að axla ábyrgð á hörmulegu gengi liðsins. Fréttablaðið/Anton Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn. Ísland er þess utan í 48. sæti af 53 Evrópuþjóðum, sem er hörmuleg niðurstaða. Ólafur Jóhannesson hefur stýrt landsliðinu í 1.341 dag, eða þrjú ár, átta mánuði og tvo daga. Árangur Ólafs er ótrúlega lélegur. Einn sigur í fimmtán mótsleikjum! Ólafi hefur einnig tekist að skrá sig í sögubækurnar með því að vera fyrsti landsliðsþjálfarinn í sögu Íslands sem er án sigurs í níu mótsleikjum í röð. Eini sigur Ólafs í mótsleik kom 15. október árið 2008. Formaðurinn stendur þétt við bak þjálfaransÓlafur er aftur á móti í þeirri einstöku aðstöðu að yfirmaður hans, Geir Þorsteinsson, er hundtryggur. Formanni KSÍ virðist vera slétt sama þótt landsliðið sé í frjálsu falli. Hann hefur sýnt ótrúlegt ábyrgðarleysi með því að taka ekki í taumana. Þess í stað flýtur hann sofandi að feigðarósi á meðan skip Ólafs sekkur. Áhuginn á landsliðinu er fyrir vikið í sögulegu lágmarki og skal engan undra. Geir hefur ítrekað lýst því yfir að Ólafur muni klára undankeppnina, sama hvað raular og tautar. Það er með hreinum ólíkindum. Það er nákvæmlega ekkert sem styður það að Ólafur haldi áfram með liðið. Ólafur þekkir ekki heldur sinn vitjunartíma og hefur engan áhuga á að gera íslenskri knattspyrnu þann greiða að hætta. Launaseðillinn frá KSÍ virðist skipta hann meira máli en framtíð A-landsliðsins. Ef hann bæri virðingu fyrir framtíð landsliðsins væri hann hættur. Það er flestum löngu ljóst að hann hefur ekkert fram að færa lengur til liðsins. Ábyrgð Geirs í hruninu er mikil. Það er hans að taka í taumana og ráða faglega í lykilstöður. Hvorugt hefur hann gert. Framtíðarsýn hans virðist þess utan ekki vera nein. Sinnuleysið er algjört og stefnan engin. Íslenska karlalandsliðið er stefnulaust rekald. Á leið í neðsta styrkleikaflokkÞetta frjálsa fall landsliðsins hefur gert það að verkum að íslenska landsliðið verður væntanlega í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2014. Það er því ekki verið að auðvelda verkið fyrir gullkynslóðina sem er að koma upp. Það verður ekki auðvelt verk fyrir hana að komast aftur inn á stórmót ef Ísland verður í flokki ruslliða. Ísland hefur misst þjóðir á borð við Liechtenstein og Færeyjar fram fyrir sig. Smáríki sem spila á sama vettvangi og íslenska liðið. Það er sláandi staðreynd. Ekki er hægt að kenna peninga- og aðstöðuleysi um þennan hörmulega árangur. Tími kominn á erlendan þjálfaraA-landsliðið stendur á tímamótum. Núverandi riðlakeppni er löngu ónýt og því þætti mér eðlilegt að byrjað væri að undirbúa liðið sem spilar í næstu keppni. Henda úr liðinu leikmönnum sem hafa margoft sýnt að þeir eiga ekkert erindi í landsliðið og gefa þeim tækifæri sem eiga að taka við. Af nægu er að taka á þeim bænum enda er Ísland með eitt besta ungmennalandslið Evrópu. Einnig þarf að fara í faglega ráðningu á þjálfara og það strax. Ráða þarf reyndan og hæfan þjálfara sem er líklegur til þess að ná því besta úr gullkynslóðinni sem er að koma upp. Mitt mat er að kominn sé tími á erlendan þjálfara. KSÍ ætti að hafa efni á reyndum og hæfum erlendum þjálfara. Manni sem gerir hlutina á eigin forsendum og er ekki innsti koppur í búri hjá KSÍ. Eina spurningin er hvort Geir ætli loksins að fara að sinna starfi sínu af ábyrgð? Það er ábyrgðarleysi að koma landsliðinu í þessa stöðu án þess að taka í taumana. Ef Geir gerir það ekki núna er að mínu mati einnig kominn tími á nýjan formann. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn. Ísland er þess utan í 48. sæti af 53 Evrópuþjóðum, sem er hörmuleg niðurstaða. Ólafur Jóhannesson hefur stýrt landsliðinu í 1.341 dag, eða þrjú ár, átta mánuði og tvo daga. Árangur Ólafs er ótrúlega lélegur. Einn sigur í fimmtán mótsleikjum! Ólafi hefur einnig tekist að skrá sig í sögubækurnar með því að vera fyrsti landsliðsþjálfarinn í sögu Íslands sem er án sigurs í níu mótsleikjum í röð. Eini sigur Ólafs í mótsleik kom 15. október árið 2008. Formaðurinn stendur þétt við bak þjálfaransÓlafur er aftur á móti í þeirri einstöku aðstöðu að yfirmaður hans, Geir Þorsteinsson, er hundtryggur. Formanni KSÍ virðist vera slétt sama þótt landsliðið sé í frjálsu falli. Hann hefur sýnt ótrúlegt ábyrgðarleysi með því að taka ekki í taumana. Þess í stað flýtur hann sofandi að feigðarósi á meðan skip Ólafs sekkur. Áhuginn á landsliðinu er fyrir vikið í sögulegu lágmarki og skal engan undra. Geir hefur ítrekað lýst því yfir að Ólafur muni klára undankeppnina, sama hvað raular og tautar. Það er með hreinum ólíkindum. Það er nákvæmlega ekkert sem styður það að Ólafur haldi áfram með liðið. Ólafur þekkir ekki heldur sinn vitjunartíma og hefur engan áhuga á að gera íslenskri knattspyrnu þann greiða að hætta. Launaseðillinn frá KSÍ virðist skipta hann meira máli en framtíð A-landsliðsins. Ef hann bæri virðingu fyrir framtíð landsliðsins væri hann hættur. Það er flestum löngu ljóst að hann hefur ekkert fram að færa lengur til liðsins. Ábyrgð Geirs í hruninu er mikil. Það er hans að taka í taumana og ráða faglega í lykilstöður. Hvorugt hefur hann gert. Framtíðarsýn hans virðist þess utan ekki vera nein. Sinnuleysið er algjört og stefnan engin. Íslenska karlalandsliðið er stefnulaust rekald. Á leið í neðsta styrkleikaflokkÞetta frjálsa fall landsliðsins hefur gert það að verkum að íslenska landsliðið verður væntanlega í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2014. Það er því ekki verið að auðvelda verkið fyrir gullkynslóðina sem er að koma upp. Það verður ekki auðvelt verk fyrir hana að komast aftur inn á stórmót ef Ísland verður í flokki ruslliða. Ísland hefur misst þjóðir á borð við Liechtenstein og Færeyjar fram fyrir sig. Smáríki sem spila á sama vettvangi og íslenska liðið. Það er sláandi staðreynd. Ekki er hægt að kenna peninga- og aðstöðuleysi um þennan hörmulega árangur. Tími kominn á erlendan þjálfaraA-landsliðið stendur á tímamótum. Núverandi riðlakeppni er löngu ónýt og því þætti mér eðlilegt að byrjað væri að undirbúa liðið sem spilar í næstu keppni. Henda úr liðinu leikmönnum sem hafa margoft sýnt að þeir eiga ekkert erindi í landsliðið og gefa þeim tækifæri sem eiga að taka við. Af nægu er að taka á þeim bænum enda er Ísland með eitt besta ungmennalandslið Evrópu. Einnig þarf að fara í faglega ráðningu á þjálfara og það strax. Ráða þarf reyndan og hæfan þjálfara sem er líklegur til þess að ná því besta úr gullkynslóðinni sem er að koma upp. Mitt mat er að kominn sé tími á erlendan þjálfara. KSÍ ætti að hafa efni á reyndum og hæfum erlendum þjálfara. Manni sem gerir hlutina á eigin forsendum og er ekki innsti koppur í búri hjá KSÍ. Eina spurningin er hvort Geir ætli loksins að fara að sinna starfi sínu af ábyrgð? Það er ábyrgðarleysi að koma landsliðinu í þessa stöðu án þess að taka í taumana. Ef Geir gerir það ekki núna er að mínu mati einnig kominn tími á nýjan formann.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti