Vídeóleigulýðræðið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. júlí 2011 11:00 Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri. Ósjaldan hefur dvöl á vídeóleigu snúist upp í erfiðar samningaviðræður. Það er kannski ekki frágangssök ef maður er einn á ferð, en því fleiri sem eru með í för því erfiðara verður valið. Allir hafa sína skoðun, einhver er búinn að sjá þessa mynd, hefur ekki áhuga á hinni akkúrat núna, þó svo viðkomandi væri jafnvel til í að horfa á hana síðar. Beint lýðræði er mikið í umræðunni núna og stjórnlagaráð ræðir hugmyndir um hvernig auka megi það. Boðorð dagsins er að kjósa eigi beint um flest mál og þeir sem tala gegn því eru handbendi hins staðnaða valds. Líklega mun einhver telja þennan pistil því marki brenndan, enda býður umræðuhefðin í dag ekki upp á ígrundaðar rökræður þar sem menn taka afstöðu með eða á móti. Upphrópanir og sleggjudómar eru algengari, veltirðu einhverju upp talar þú augljóslega fyrir ákveðnum hagsmunum. Raunin er hins vegar sú að lýðræði er vandmeðfarinn hlutur, raunar svo vandmeðfarinn að séu brotalamir á er betur heima setið en af stað farið. Versta mögulega útkoma úr auknu beinu lýðræði yrði einhvers konar vídeóleigulýðræði þar sem sameiginleg niðurstaða stýrist frekar af fjölda þeirra sem vilja spennumyndir, eða hve margir í hópnum eru þunnir og vilja heilalausa gamanmynd. Þetta sést vel á þeim sveiflum sem reglulega verða í afstöðu þjóðarinnar. Fyrir um það bil ári vildi þjóðin, samkvæmt slíkum könnunum, ákæra fjóra ráðherrra vegna bankahrunsins. Nú vill þjóðin draga ákæru til baka á þann eina sem var kærður. Fyrir skömmu vildi þjóðin að viðræðum við Evrópusambandið yrði lokið og niðurstaða síðan borin undir þjóðina sjálfa. Nú vill þjóðin hætta viðræðum og snúa sér að einhverju öðru. Niðurstaða skoðanakannana ræðst líka af því hvernig spurningar eru orðaðar og stundum er sagt að hægt sé að fá hvaða niðurstöðu sem óskað er eftir. Þjóðarsálin, sé hún til, er hviklynd. Það er að mörgu leyti hið besta mál, ekki viljum við verða stöðnuð í einhverjum fyrirframgefnum skorðum. Stór og flókin mál sem leggja línurnar fyrir framtíð innbyggjara þessa lands næstu árin og áratugina mega hins vegar ekki ráðast af stundarhagsmunum misgáfaðrar umræðu. Eitt í dag og annað á morgun. Lýðræðið getur verið áhrifamikið tæki sé það notað á réttan hátt. Hver sem niðurstaðan verður í framtíðinni, þarf að huga að því hvernig það tæki er notað. Annars endum við með málamiðlun um Steven Seagal-mynd sem engan í raun langaði að sjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Að horfa á myndband er góð skemmtun. Um þau einföldu sannindi ætti enginn að velkjast í vafa. Að velja myndbandið getur hins vegar verið þrautin þyngri. Ósjaldan hefur dvöl á vídeóleigu snúist upp í erfiðar samningaviðræður. Það er kannski ekki frágangssök ef maður er einn á ferð, en því fleiri sem eru með í för því erfiðara verður valið. Allir hafa sína skoðun, einhver er búinn að sjá þessa mynd, hefur ekki áhuga á hinni akkúrat núna, þó svo viðkomandi væri jafnvel til í að horfa á hana síðar. Beint lýðræði er mikið í umræðunni núna og stjórnlagaráð ræðir hugmyndir um hvernig auka megi það. Boðorð dagsins er að kjósa eigi beint um flest mál og þeir sem tala gegn því eru handbendi hins staðnaða valds. Líklega mun einhver telja þennan pistil því marki brenndan, enda býður umræðuhefðin í dag ekki upp á ígrundaðar rökræður þar sem menn taka afstöðu með eða á móti. Upphrópanir og sleggjudómar eru algengari, veltirðu einhverju upp talar þú augljóslega fyrir ákveðnum hagsmunum. Raunin er hins vegar sú að lýðræði er vandmeðfarinn hlutur, raunar svo vandmeðfarinn að séu brotalamir á er betur heima setið en af stað farið. Versta mögulega útkoma úr auknu beinu lýðræði yrði einhvers konar vídeóleigulýðræði þar sem sameiginleg niðurstaða stýrist frekar af fjölda þeirra sem vilja spennumyndir, eða hve margir í hópnum eru þunnir og vilja heilalausa gamanmynd. Þetta sést vel á þeim sveiflum sem reglulega verða í afstöðu þjóðarinnar. Fyrir um það bil ári vildi þjóðin, samkvæmt slíkum könnunum, ákæra fjóra ráðherrra vegna bankahrunsins. Nú vill þjóðin draga ákæru til baka á þann eina sem var kærður. Fyrir skömmu vildi þjóðin að viðræðum við Evrópusambandið yrði lokið og niðurstaða síðan borin undir þjóðina sjálfa. Nú vill þjóðin hætta viðræðum og snúa sér að einhverju öðru. Niðurstaða skoðanakannana ræðst líka af því hvernig spurningar eru orðaðar og stundum er sagt að hægt sé að fá hvaða niðurstöðu sem óskað er eftir. Þjóðarsálin, sé hún til, er hviklynd. Það er að mörgu leyti hið besta mál, ekki viljum við verða stöðnuð í einhverjum fyrirframgefnum skorðum. Stór og flókin mál sem leggja línurnar fyrir framtíð innbyggjara þessa lands næstu árin og áratugina mega hins vegar ekki ráðast af stundarhagsmunum misgáfaðrar umræðu. Eitt í dag og annað á morgun. Lýðræðið getur verið áhrifamikið tæki sé það notað á réttan hátt. Hver sem niðurstaðan verður í framtíðinni, þarf að huga að því hvernig það tæki er notað. Annars endum við með málamiðlun um Steven Seagal-mynd sem engan í raun langaði að sjá.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun