Allra augu eru á Rory McIlroy Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. júlí 2011 07:00 Bretar setja allt sitt traust á Rory McIlroy næstu fjóra daga. nordic photos/afp Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið. „Eftir opna bandaríska mótið þá er búist við miklu af mér og ég geri líka miklar kröfur til sjálfs mín. Það eru þrjár vikur frá opna bandaríska og ég er klár í slaginn,“ sagði McIlroy sem tók sér smá frí eftir sigurinn í Bandaríkjunum enda var áreitið afar mikið frá fjölmiðlum og fleirum.. Þegar McIlroy vann opna bandaríska varð hann yngsti sigurvegari mótsins frá 1923. Vinni hann opna breska verður hann yngsti sigurvegari þess móts frá 1893. „Það var allt brjálað í lífi mínu fyrstu tíu dagana eftir að ég vann í Bandaríkjunum. Síðustu tíu dagar hafa verið rólegri. Lífið er farið að ganga sinn vanagang á ný og mér finnst undirbúningurinn hafa gengið vel.“ McIlroy klúðraði góðri forystu á lokahring Masters en sýndi á opna bandaríska að sú reynsla hafði engin áhrif á hann. Kylfingurinn ungi segist mæta rólegur og afslappaður til leiks þrátt fyrir öll lætin í kringum sig. „Miðað við öll lætin er auðveldast af öllu að spila golf. Þá kemst maður frá öllu. Ég gleymi því sem búið er að gerast og einbeiti mér að því að vinna annað golfmót. Á vellinum fæ ég fimm klukkutíma fyrir sjálfan mig. Það er mjög þægilegt. Ég elska að vera á golfvellinum og hlakka bara til að spila næstu dagana,” sagði Norður-Írinn rólegur og yfirvegaður. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna breska meistaramótið hefst í dag á Royal St. George-vellinum. Það er óhætt að segja að allra augu verða á hinum 22 ára gamla Norður-Íra, Rory McIlroy. Hann gerði sér lítið fyrir og vann opna bandaríska mótið á dögunum og er undir mikilli pressu fyrir mótið. „Eftir opna bandaríska mótið þá er búist við miklu af mér og ég geri líka miklar kröfur til sjálfs mín. Það eru þrjár vikur frá opna bandaríska og ég er klár í slaginn,“ sagði McIlroy sem tók sér smá frí eftir sigurinn í Bandaríkjunum enda var áreitið afar mikið frá fjölmiðlum og fleirum.. Þegar McIlroy vann opna bandaríska varð hann yngsti sigurvegari mótsins frá 1923. Vinni hann opna breska verður hann yngsti sigurvegari þess móts frá 1893. „Það var allt brjálað í lífi mínu fyrstu tíu dagana eftir að ég vann í Bandaríkjunum. Síðustu tíu dagar hafa verið rólegri. Lífið er farið að ganga sinn vanagang á ný og mér finnst undirbúningurinn hafa gengið vel.“ McIlroy klúðraði góðri forystu á lokahring Masters en sýndi á opna bandaríska að sú reynsla hafði engin áhrif á hann. Kylfingurinn ungi segist mæta rólegur og afslappaður til leiks þrátt fyrir öll lætin í kringum sig. „Miðað við öll lætin er auðveldast af öllu að spila golf. Þá kemst maður frá öllu. Ég gleymi því sem búið er að gerast og einbeiti mér að því að vinna annað golfmót. Á vellinum fæ ég fimm klukkutíma fyrir sjálfan mig. Það er mjög þægilegt. Ég elska að vera á golfvellinum og hlakka bara til að spila næstu dagana,” sagði Norður-Írinn rólegur og yfirvegaður.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira