Saga frá Keníu Þorvaldur Gylfason skrifar 14. júlí 2011 06:00 Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust óánægjuöldur einkum vegna misskiptingar af völdum spilltrar ríkisstjórnar, sem hafði sölsað undir forsetann og menn hans miklar landareignir. Spillingin birtist meðal annars í einræðistilburðum framkvæmdarvaldsins gagnvart veiku löggjafarvaldi og meðfylgjandi skeytingarleysi um hag fólksins í landinu, einkum hinna fátækustu. Dómskerfið virtist mörgum vera ofurselt framkvæmdarvaldinu. Mörgum virtust dómarar vera hægvirkir, flokkshollir, spilltir, ónæmir fyrir ranglæti, óhæfir og hallir undir ríkisstjórnina. Ástand dómskerfisins versnaði eftir 1980, þegar ríkisstjórnin lét fangelsa gagnrýnendur sína í stórum stíl án dóms og laga eða í kjölfar sýndarréttarhalda, sem voru haldin utan venjulegs réttartíma og lyktaði nær ævinlega með sektardómi og fangavist hinna ákærðu. Fyrsta tilraun tókst ekkiÁrið 2003 hafði traust almennings til dómstólanna í Keníu sokkið niður á hyldýpi. Til að reyna að endurvinna traust almennings skipaði forseti Hæstaréttar rannsóknarnefnd til að kanna ásakanir um spillingu í dómskerfinu. Samkvæmt tillögum nefndarinnar var um helmingi dómara Hæstaréttar og áfrýjunardómstólsins, sem er millidómstig, vikið frá störfum. Þessi róttæki uppskurður mistókst, þar eð flestir hinna brottreknu dómara áfrýjuðu frávikningunni til Hæstaréttar og áfrýjunardómstóla og endurheimtu embætti sín. Þessi málalok urðu til þess, að almenningur bar engu meira traust til dómstólanna en áður. Upp úr sauð 2008, þegar forseti landsins lýsti sig sigurvegara að loknum tvísýnum kosningum. Helzti keppinautur forsetans neitaði að játa sig sigraðan og bar við kosningasvikum. Frekar en að mælast til, að dómstólar skæru úr deilunni, hvatti keppinauturinn, sem nú er forsætisráðherra, stuðningsmenn sína til mótmæla á götum úti til að neyða forsetann frá völdum. Keppinauturinn bar því við, að hann bæri ekki traust til dómskerfisins og með því að leita þangað hefði hann aðeins gefið forsetanum færi á að leggja blessun dómstóla yfir fölsuð kosningaúrslit. Þessu fylgdu óeirðir, sem kostuðu yfir þúsund manns lífið. Næsta tilraun: Ný stjórnarskráÍ fyrra (2010) samþykkti keníska þjóðin nýja stjórnarskrá, sem var einkum ætlað að endurreisa traust almennings á dómskerfinu. Einn af hornsteinum nýju stjórnarskrárinnar er dómsmálakaflinn, sem kveður á um sjálfstæða og skilvirka dómstóla og að þeir skuli virða meginreglur réttarríkisins. Í þessu skyni var kveðið á um, að forseti Hæstaréttar skyldi víkja sæti og forseti landsins þyrfti við skipun nýs forseta Hæstaréttar að virða tillögur sérstakrar stjórnsýslunefndar og hljóta samþykki þingsins. Í janúar 2011 skipaði forsetinn samt á eigin spýtur nýjan forseta Hæstaréttar með gamla laginu. Hörð mótmæli almennings neyddu forsetann til að draga skipunina til baka og vísa málinu til stjórnsýslunefndarinnar í samræmi við nýju stjórnarskrána frá 2010. Nefndin auglýsti stöður forseta og varaforseta Hæstaréttar í dagblöðum og á vefnum. Margar umsóknir bárust, meðal umsækjenda voru nokkrir innlendir dómarar og útlendingar. Nefndin bjó til stuttan lista með nöfnum nokkurra hæfustu umsækjendanna í hópnum og bauð þeim í viðtal í beinni útsendingu sjónvarps, svo að almenningur gæti fengið að kynnast þeim, ferli þeirra og viðhorfum til laga og réttar. Að því loknu mælti nefndin með dr. Willy Mutunga og Nancy Barasa við þingið, sem ræddi málið í þaula fyrir opnum tjöldum. Almenningi var boðið að segja álit sitt. Umsækjendum bauðst að svara gagnrýni, sem fram kom. Að þessu loknu samþykkti þingið tillöguna fyrir sitt leyti, og forseti landsins skipaði dr. Mutunga og Barasa í dómarastöðurnar 17. júní 2011. Ég var á Hrafnseyri þann dag. Gegnsæi til að endurvinna tapað traustVonir standa til, að þessi gegnsæja aðferð við val á hæstaréttardómurum stuðli að auknu trausti almennings á dómskerfinu í Keníu og auknu sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu. Vonin er sú, að Kenía geti orðið fullburða réttarríki, þar sem venjulegt fólk þarf ekki að hika við að leita réttar síns fyrir dómstólum. Þetta er spurning um að endurvinna tapað traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust óánægjuöldur einkum vegna misskiptingar af völdum spilltrar ríkisstjórnar, sem hafði sölsað undir forsetann og menn hans miklar landareignir. Spillingin birtist meðal annars í einræðistilburðum framkvæmdarvaldsins gagnvart veiku löggjafarvaldi og meðfylgjandi skeytingarleysi um hag fólksins í landinu, einkum hinna fátækustu. Dómskerfið virtist mörgum vera ofurselt framkvæmdarvaldinu. Mörgum virtust dómarar vera hægvirkir, flokkshollir, spilltir, ónæmir fyrir ranglæti, óhæfir og hallir undir ríkisstjórnina. Ástand dómskerfisins versnaði eftir 1980, þegar ríkisstjórnin lét fangelsa gagnrýnendur sína í stórum stíl án dóms og laga eða í kjölfar sýndarréttarhalda, sem voru haldin utan venjulegs réttartíma og lyktaði nær ævinlega með sektardómi og fangavist hinna ákærðu. Fyrsta tilraun tókst ekkiÁrið 2003 hafði traust almennings til dómstólanna í Keníu sokkið niður á hyldýpi. Til að reyna að endurvinna traust almennings skipaði forseti Hæstaréttar rannsóknarnefnd til að kanna ásakanir um spillingu í dómskerfinu. Samkvæmt tillögum nefndarinnar var um helmingi dómara Hæstaréttar og áfrýjunardómstólsins, sem er millidómstig, vikið frá störfum. Þessi róttæki uppskurður mistókst, þar eð flestir hinna brottreknu dómara áfrýjuðu frávikningunni til Hæstaréttar og áfrýjunardómstóla og endurheimtu embætti sín. Þessi málalok urðu til þess, að almenningur bar engu meira traust til dómstólanna en áður. Upp úr sauð 2008, þegar forseti landsins lýsti sig sigurvegara að loknum tvísýnum kosningum. Helzti keppinautur forsetans neitaði að játa sig sigraðan og bar við kosningasvikum. Frekar en að mælast til, að dómstólar skæru úr deilunni, hvatti keppinauturinn, sem nú er forsætisráðherra, stuðningsmenn sína til mótmæla á götum úti til að neyða forsetann frá völdum. Keppinauturinn bar því við, að hann bæri ekki traust til dómskerfisins og með því að leita þangað hefði hann aðeins gefið forsetanum færi á að leggja blessun dómstóla yfir fölsuð kosningaúrslit. Þessu fylgdu óeirðir, sem kostuðu yfir þúsund manns lífið. Næsta tilraun: Ný stjórnarskráÍ fyrra (2010) samþykkti keníska þjóðin nýja stjórnarskrá, sem var einkum ætlað að endurreisa traust almennings á dómskerfinu. Einn af hornsteinum nýju stjórnarskrárinnar er dómsmálakaflinn, sem kveður á um sjálfstæða og skilvirka dómstóla og að þeir skuli virða meginreglur réttarríkisins. Í þessu skyni var kveðið á um, að forseti Hæstaréttar skyldi víkja sæti og forseti landsins þyrfti við skipun nýs forseta Hæstaréttar að virða tillögur sérstakrar stjórnsýslunefndar og hljóta samþykki þingsins. Í janúar 2011 skipaði forsetinn samt á eigin spýtur nýjan forseta Hæstaréttar með gamla laginu. Hörð mótmæli almennings neyddu forsetann til að draga skipunina til baka og vísa málinu til stjórnsýslunefndarinnar í samræmi við nýju stjórnarskrána frá 2010. Nefndin auglýsti stöður forseta og varaforseta Hæstaréttar í dagblöðum og á vefnum. Margar umsóknir bárust, meðal umsækjenda voru nokkrir innlendir dómarar og útlendingar. Nefndin bjó til stuttan lista með nöfnum nokkurra hæfustu umsækjendanna í hópnum og bauð þeim í viðtal í beinni útsendingu sjónvarps, svo að almenningur gæti fengið að kynnast þeim, ferli þeirra og viðhorfum til laga og réttar. Að því loknu mælti nefndin með dr. Willy Mutunga og Nancy Barasa við þingið, sem ræddi málið í þaula fyrir opnum tjöldum. Almenningi var boðið að segja álit sitt. Umsækjendum bauðst að svara gagnrýni, sem fram kom. Að þessu loknu samþykkti þingið tillöguna fyrir sitt leyti, og forseti landsins skipaði dr. Mutunga og Barasa í dómarastöðurnar 17. júní 2011. Ég var á Hrafnseyri þann dag. Gegnsæi til að endurvinna tapað traustVonir standa til, að þessi gegnsæja aðferð við val á hæstaréttardómurum stuðli að auknu trausti almennings á dómskerfinu í Keníu og auknu sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu. Vonin er sú, að Kenía geti orðið fullburða réttarríki, þar sem venjulegt fólk þarf ekki að hika við að leita réttar síns fyrir dómstólum. Þetta er spurning um að endurvinna tapað traust.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun