Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist 31. júlí 2011 13:30 Bubbi Morthens segir Amy Winehouse hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og að hún hafi sparkað honum út í sálartónlistina. Mynd/Stefán Karlsson „Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka Tónlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku, en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina. „Amy hafði mikil áhrif á þessa plötu. Þó svo að Otis Redding og Sam Cook séu í gríðarlegu uppáhaldi, þá má segja að Amy og platan hennar, Back to Black, hafi sparkað mér inn á það að gera soul-plötu,“ segir Bubbi, sem tekur fráfall hennar nærri sér. Hann segir að á sínum þrjátíu ára ferli hafi hann séð marga falla frá vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar, þar á meðal hans helstu átrúnaðargoð. „Hetjurnar mínar í rokkheiminum fóru hver á eftir annarri, Jim Morrisson, Jimi Hendrix og Janis Joplin fóru með stuttu millibili. Svona er þetta og svona verður þetta.“ Nýjasta plata Bubba, Sólskuggarnir, hefur hlotið góðar viðtökur og sala gengið vel. Þrjú lög af plötunni hafa ratað í toppsæti íslensku listanna í sumar og alls hafa sjö Bubbalög komist á toppinn á síðustu þremur árum. „Ég er mjög ánægður. Ég vissi að ég væri með sterka plötu í höndunum,“ segir Bubbi. Hann segir plötuna frábrugðnari fyrri plötum sínum, en er virkilega ánægður með afraksturinn. „Þegar við vorum búnir að setja tvö lög í fyrsta sæti á Bylgjunni, Rás 2, Tónlistanum og Lagalistanum, þá lá þetta alveg í augum uppi.“ Lagið „Úlfur, úlfur“, sem Bubbi gerði með tónlistarmanninum Berndsen, hefur vakið mikla lukku hjá landanum og er það þriðja lag Bubba sem kemst á toppinn í sumar, en hann stefnir hærra. „Ég ætla að setja fjórða lagið á toppinn líka. Ég stefni líka að því að koma fimm lögum í fyrsta sæti,“ segir Bubbi. -ka
Tónlist Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira