Sama hvaðan gott kemur Jónína Michaelsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 11:00 Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Ef til vill hugsaði framsóknarmaðurinn í raun: Allt er hey í harðindum, þótt hann svaraði með þessum hætti. Og kannski var viðkomandi maður líklegur til að sinna þessu verkefni öðrum betur, og því sjálfsagt að nýta sér það, þótt hann væri í öðrum stjórnmálaflokki. En svo getur líka hugsast að hann hafi raunverulega meint það sem hann sagði: Það er sama hvaðan gott kemur! Spilling hér og þarFylgismenn þeirra stjórnmálaflokka sem nú stjórna landinu hafa farið mikinn í spillingarstaðhæfingum og flokksgæðingatali á síðustu árum. Því er sérstaklega beint að öðrum stjórnmálaflokki þeirrar stjórnar sem áður var við völd. Hinn flokkurinn er enn í ríkisstjórn, og lætur eins og hann sé skírður til annarrar trúar. Endurborinn. Komi upp einhver efi eða gagnrýni á ríkisstjórnina eru helstu viðbrögðin þau að benda á vonda flokkinn. En það virkar ekki lengur. Hafi forystumenn í Sjálfstæðisflokknum kosið að leiða til áhrifa eigin samflokksmenn á sínum tíma, þar sem þeir væru líklegri til að vinna í anda þeirrar stefnu sem sá flokkur fylgir, þá er dagljóst að flokkarnir sem standa að sitjandi ríkisstjórn gefa þeim ekkert eftir í því efni. Eru raunar komnir langt fram úr þeim. UmbrotatímarÞað er mikið talað um fagmennsku í umræðu dagsins og fagleg vinnubrögð yfirleitt. Ekki síst faglegri nálgun að álitamálum. Þrátt fyrir fjármálavanda er verið að leita leiða til að nálgast mál á nýjan hátt. Rannsóknarskýrsla og drög að nýrri stjórnarskrá eru í skoðun. Það breytir ekki ágreiningi um aðild að Evrópusambandinu, hvers kyns höftum og eftirliti, atgervisflótta, læknaskorti, atvinnuleysi og öðrum hremmingum, en ef til vill leynist þarna vísir að nýrri umræðuhefð. Hver veit? Er mögulegt að brjótast undan rifrildis-og ávirðingahneigðinni sem er í svo miklu uppáhaldi hér? Það kemur í ljós. En er ekki líka kominn tími til að brjóta niður múra milli stjórnmálaflokka hér á landi? Hugsa þetta eins og fyrirtæki, þar sem allir hafa sömu hagsmuni. Hugsa líka eins og framsóknarmaðurinn gerði um árið í samskiptum og samstarfi við fólk í öðrum stjórnmálaflokkum, utan og innan ríkisstjórnar: Það er sama hvaðan gott kemur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Ef til vill hugsaði framsóknarmaðurinn í raun: Allt er hey í harðindum, þótt hann svaraði með þessum hætti. Og kannski var viðkomandi maður líklegur til að sinna þessu verkefni öðrum betur, og því sjálfsagt að nýta sér það, þótt hann væri í öðrum stjórnmálaflokki. En svo getur líka hugsast að hann hafi raunverulega meint það sem hann sagði: Það er sama hvaðan gott kemur! Spilling hér og þarFylgismenn þeirra stjórnmálaflokka sem nú stjórna landinu hafa farið mikinn í spillingarstaðhæfingum og flokksgæðingatali á síðustu árum. Því er sérstaklega beint að öðrum stjórnmálaflokki þeirrar stjórnar sem áður var við völd. Hinn flokkurinn er enn í ríkisstjórn, og lætur eins og hann sé skírður til annarrar trúar. Endurborinn. Komi upp einhver efi eða gagnrýni á ríkisstjórnina eru helstu viðbrögðin þau að benda á vonda flokkinn. En það virkar ekki lengur. Hafi forystumenn í Sjálfstæðisflokknum kosið að leiða til áhrifa eigin samflokksmenn á sínum tíma, þar sem þeir væru líklegri til að vinna í anda þeirrar stefnu sem sá flokkur fylgir, þá er dagljóst að flokkarnir sem standa að sitjandi ríkisstjórn gefa þeim ekkert eftir í því efni. Eru raunar komnir langt fram úr þeim. UmbrotatímarÞað er mikið talað um fagmennsku í umræðu dagsins og fagleg vinnubrögð yfirleitt. Ekki síst faglegri nálgun að álitamálum. Þrátt fyrir fjármálavanda er verið að leita leiða til að nálgast mál á nýjan hátt. Rannsóknarskýrsla og drög að nýrri stjórnarskrá eru í skoðun. Það breytir ekki ágreiningi um aðild að Evrópusambandinu, hvers kyns höftum og eftirliti, atgervisflótta, læknaskorti, atvinnuleysi og öðrum hremmingum, en ef til vill leynist þarna vísir að nýrri umræðuhefð. Hver veit? Er mögulegt að brjótast undan rifrildis-og ávirðingahneigðinni sem er í svo miklu uppáhaldi hér? Það kemur í ljós. En er ekki líka kominn tími til að brjóta niður múra milli stjórnmálaflokka hér á landi? Hugsa þetta eins og fyrirtæki, þar sem allir hafa sömu hagsmuni. Hugsa líka eins og framsóknarmaðurinn gerði um árið í samskiptum og samstarfi við fólk í öðrum stjórnmálaflokkum, utan og innan ríkisstjórnar: Það er sama hvaðan gott kemur!
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun