Mikil aðsókn í Förðunarskólann 9. ágúst 2011 12:23 „Mikil aðsókn er í haustönnina,“ segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mynd/GVA Skráning stendur nú yfir á haustönn Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mikil aðsókn er í námið sem stendur í fjórtán vikur en að þeim loknum eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Við förum yfir allt sem snertir förðun en þetta er mjög fjölbreyttur bransi,“segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, en haustönnin í skólanum hefst 5. september. „Við förum vel yfir grunninn og kennum tímabilaförðun, airbrush, tísku-, ljósmynda-, sjónvarps- og leikhúsförðun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hún. Svanhvít segir nemendur einnig læra hvernig best sé að vinna með fólki í bransanum, leikstjórum og öðrum, enda hafi kennarar Förðunarskólans góða reynslu úr hinum raunverulega heimi. Aðalkennarar skólans eru þrír, þær Svanhvít, Elsa Þuríður Þórisdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir. Sérsvið Svanhvítar er leikhús-, óperu- og líkamsförðun og hefur hún unnið við það bæði hérlendis og erlendis. „Við leggjum áherslu á að kennarar okkar hafi afar fjölbreytta reynslu,“segir Svanhvít. Hún fær þannig einnig til liðs við sig færa gestakennara. „Sá fyrsti verður Ólöf Benediktsdóttir sem vann sem stílisti hjá Lori Goldstein sem er aðalstílisti hjá japanska, kínverska og ítalska Vogue,“ upplýsir hún og lofar síðan skemmtilegum fyrirlestrum frá ýmsum þekktum aðilum. Förðunarskólinn er sá elsti á landinu, hefur starfað í þrettán ár við góðan orðstír. Svanhvít segir gríðarlega aðsókn vera í námið nú í haust. „Nemendum fjölgaði mikið þegar við breyttum áherslum skólans og bættum við ýmsum sviðum fyrir utan tískuförðun,“ segir Svanhvít. Nemendur vinna að stóru þematengdu lokaverkefni alla önnina en þeir fá einnig raunveruleg verkefni. „Síðasta vetur tóku nemendur þátt í ýmsum verkefnum. Til dæmis förðuðu þeir fyrir söngleikinn Buddy Holly, Frostrósir, forvarnarauglýsingu, forsíðu Vikunnar, fyrir erlenda hárgreiðslumeistara frá L"Oréal og ýmislegt annað,“ telur hún upp. Námið tekur fjórtán vikur, nemendum er skipt í tvo hópa, morgunhóp og kvöldhóp, sem hentar vel þeim sem eru í vinnu. Að lokinni önninni eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Kennsla Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar fer fram að Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Frekari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni www.snyrtiakademian.is og á Facebook undir Förðunarskóli snyrtiakademíunnar. Þá má senda póst á skoli@snyrtiakademian.is eða hafa samband í síma 553 7900. Sérblöð Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Skráning stendur nú yfir á haustönn Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar. Mikil aðsókn er í námið sem stendur í fjórtán vikur en að þeim loknum eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Við förum yfir allt sem snertir förðun en þetta er mjög fjölbreyttur bransi,“segir Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, en haustönnin í skólanum hefst 5. september. „Við förum vel yfir grunninn og kennum tímabilaförðun, airbrush, tísku-, ljósmynda-, sjónvarps- og leikhúsförðun svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hún. Svanhvít segir nemendur einnig læra hvernig best sé að vinna með fólki í bransanum, leikstjórum og öðrum, enda hafi kennarar Förðunarskólans góða reynslu úr hinum raunverulega heimi. Aðalkennarar skólans eru þrír, þær Svanhvít, Elsa Þuríður Þórisdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir. Sérsvið Svanhvítar er leikhús-, óperu- og líkamsförðun og hefur hún unnið við það bæði hérlendis og erlendis. „Við leggjum áherslu á að kennarar okkar hafi afar fjölbreytta reynslu,“segir Svanhvít. Hún fær þannig einnig til liðs við sig færa gestakennara. „Sá fyrsti verður Ólöf Benediktsdóttir sem vann sem stílisti hjá Lori Goldstein sem er aðalstílisti hjá japanska, kínverska og ítalska Vogue,“ upplýsir hún og lofar síðan skemmtilegum fyrirlestrum frá ýmsum þekktum aðilum. Förðunarskólinn er sá elsti á landinu, hefur starfað í þrettán ár við góðan orðstír. Svanhvít segir gríðarlega aðsókn vera í námið nú í haust. „Nemendum fjölgaði mikið þegar við breyttum áherslum skólans og bættum við ýmsum sviðum fyrir utan tískuförðun,“ segir Svanhvít. Nemendur vinna að stóru þematengdu lokaverkefni alla önnina en þeir fá einnig raunveruleg verkefni. „Síðasta vetur tóku nemendur þátt í ýmsum verkefnum. Til dæmis förðuðu þeir fyrir söngleikinn Buddy Holly, Frostrósir, forvarnarauglýsingu, forsíðu Vikunnar, fyrir erlenda hárgreiðslumeistara frá L"Oréal og ýmislegt annað,“ telur hún upp. Námið tekur fjórtán vikur, nemendum er skipt í tvo hópa, morgunhóp og kvöldhóp, sem hentar vel þeim sem eru í vinnu. Að lokinni önninni eru nemendur útskrifaðir sem förðunarfræðingar. Kennsla Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar fer fram að Hjallabrekku 1 í Kópavogi. Frekari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni www.snyrtiakademian.is og á Facebook undir Förðunarskóli snyrtiakademíunnar. Þá má senda póst á skoli@snyrtiakademian.is eða hafa samband í síma 553 7900.
Sérblöð Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira