Sögulok fyrir Megas Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. ágúst 2011 11:00 Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk. Þetta var mynd af afskornum fingri sem lá á diski eins og humarhali sem er reiddur fram á dýrum veitingastað. Ég var ungur þá svo ég taldi víst að þessi mynd væri líklegast frá einhverjum utanbæjardónanum. Þótti Megasi það örugglega snautleg sögulok á annars dularfullu máli. En um þarsíðustu helgi komst ég til botns í þessu máli en þá sá ég myndina og komst að því hvers handar fingurinn var. Ekki svo að skilja að ég hafi kannast við stubbinn heldur var þarna sögufróður maður sem sagði mér frá. Ég vissi reyndar vel að það var eitt sinn kistusmiður í þorpinu og var hann hagleikssmiður. En hans rammbeitta sög átti það til að vera með læti við hann þegar hann var búinn að fá sér í glas. Í eitt skiptið komst síðan sögin milli fingurs og handar. Tel ég ólíklegt að menn hafi haft gaman af en samt var þetta myndað í einhverju sprelli. Öðru sinni fór það svo að kistusmiðurinn var að saga eftir að hafa sopið hressilega á brennivíni og endaði það með því að smiðurinn fór til læknisins með fingur hangandi á stubbnum. Svo laginn var læknirinn að hann kom puttanum aftur haganlega fyrir og gat smiðurinn notað hann eftir sem áður. Hann náði meira að segja að nýta sér þetta atvik því konan var endalaust að fetta fingur út í víndrykkju húsbóndans. Sagði hann konu sinni að þar sem þetta hefði hent hann svona drukkinn hefði læknirinn sagt að það mætti helst ekki renna af honum meðan fingurinn væri að gróa. Kom konan færandi hendi með veigar sem fengnar voru úr vínskápum héðan og þaðan úr þorpinu. Ég er viss um að Vinnueftirlitið er sammála mér um það að þessi saga kenni manni hversu mikilvægt það er að þekkja sögurnar úr sveitinni sinni. Það er nefnilega aldrei að vita hvenær maður lendir á spjalli með stórskáldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk. Þetta var mynd af afskornum fingri sem lá á diski eins og humarhali sem er reiddur fram á dýrum veitingastað. Ég var ungur þá svo ég taldi víst að þessi mynd væri líklegast frá einhverjum utanbæjardónanum. Þótti Megasi það örugglega snautleg sögulok á annars dularfullu máli. En um þarsíðustu helgi komst ég til botns í þessu máli en þá sá ég myndina og komst að því hvers handar fingurinn var. Ekki svo að skilja að ég hafi kannast við stubbinn heldur var þarna sögufróður maður sem sagði mér frá. Ég vissi reyndar vel að það var eitt sinn kistusmiður í þorpinu og var hann hagleikssmiður. En hans rammbeitta sög átti það til að vera með læti við hann þegar hann var búinn að fá sér í glas. Í eitt skiptið komst síðan sögin milli fingurs og handar. Tel ég ólíklegt að menn hafi haft gaman af en samt var þetta myndað í einhverju sprelli. Öðru sinni fór það svo að kistusmiðurinn var að saga eftir að hafa sopið hressilega á brennivíni og endaði það með því að smiðurinn fór til læknisins með fingur hangandi á stubbnum. Svo laginn var læknirinn að hann kom puttanum aftur haganlega fyrir og gat smiðurinn notað hann eftir sem áður. Hann náði meira að segja að nýta sér þetta atvik því konan var endalaust að fetta fingur út í víndrykkju húsbóndans. Sagði hann konu sinni að þar sem þetta hefði hent hann svona drukkinn hefði læknirinn sagt að það mætti helst ekki renna af honum meðan fingurinn væri að gróa. Kom konan færandi hendi með veigar sem fengnar voru úr vínskápum héðan og þaðan úr þorpinu. Ég er viss um að Vinnueftirlitið er sammála mér um það að þessi saga kenni manni hversu mikilvægt það er að þekkja sögurnar úr sveitinni sinni. Það er nefnilega aldrei að vita hvenær maður lendir á spjalli með stórskáldinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun