Skemmtilegur textahöfundur Trausti Júlíusson skrifar 15. ágúst 2011 11:00 Skúli mennski - Búgí! Tónlist. Búgí! Skúli mennski. Skúli mennski er listamannsnafn Ísfirðingsins Skúla Þórðarsonar. Búgí! er önnur platan hans, en sú fyrsta kom út í fyrra. Það er hljómsveitin Grjót sem sér um undirleikinn með hjálp blásara og bakraddasöngvara, en Skúli sjálfur syngur ásamt Þórunni Önnu Kristjánsdóttur. Aðal styrkur Búgí felst í skemmtilegum textum. Skúli deilir með okkur mjög húmorískri sýn á tilveruna. Ástin er oft viðfangsefnið, séð með karlkyns augum, en ekki alltaf. Einn besti textinn er Ég hlusta (á vínylplöturnar hans pabba) sem dregur upp skemmtilega mynd af fráskildum pabba sem er fluttur með gömlu plöturnar sínar í pínu kompu úti í bæ þar sem hann „situr stjarfur í eina stólnum sem hann á og drekkur af stút" á meðan sonurinn hlustar á vínylplötunar hans. Þessi lína kom manni til að brosa: „Ég hlusta á Bubba og Bó/og HLH…" Skúli er ekkert stórskáld, en þó að textarnir séu frekar einfaldir þá eru þeir vel skrifaðir og fullir af lúmskum húmor. Tónlistin er skemmtilega útfærð. Lögin eru að mestu byggð á margnotuðum slögurum, gömlu rokki, búgí og ryþmablús. Lagahöfunda er ekki getið (einhvern tímann voru það nú lágmarksupplýsingar!), en maður hefur oft áður heyrt lög eins og Leggir, Ball, Sökudólgabúgí og Aldrei aftur heim. Lögin eru skemmtilega útsett og flutt. Þetta er mátulega hrátt til þess að það virki með textunum sem Skúli syngur vel og í karakter. Bakraddirnar setja líka skemmtilegan svip á útkomuna og blásararnir auka á fjölbreytnina. Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum. Niðurstaða: Vel útfærð tónlist og flottir textar. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Búgí! Skúli mennski. Skúli mennski er listamannsnafn Ísfirðingsins Skúla Þórðarsonar. Búgí! er önnur platan hans, en sú fyrsta kom út í fyrra. Það er hljómsveitin Grjót sem sér um undirleikinn með hjálp blásara og bakraddasöngvara, en Skúli sjálfur syngur ásamt Þórunni Önnu Kristjánsdóttur. Aðal styrkur Búgí felst í skemmtilegum textum. Skúli deilir með okkur mjög húmorískri sýn á tilveruna. Ástin er oft viðfangsefnið, séð með karlkyns augum, en ekki alltaf. Einn besti textinn er Ég hlusta (á vínylplöturnar hans pabba) sem dregur upp skemmtilega mynd af fráskildum pabba sem er fluttur með gömlu plöturnar sínar í pínu kompu úti í bæ þar sem hann „situr stjarfur í eina stólnum sem hann á og drekkur af stút" á meðan sonurinn hlustar á vínylplötunar hans. Þessi lína kom manni til að brosa: „Ég hlusta á Bubba og Bó/og HLH…" Skúli er ekkert stórskáld, en þó að textarnir séu frekar einfaldir þá eru þeir vel skrifaðir og fullir af lúmskum húmor. Tónlistin er skemmtilega útfærð. Lögin eru að mestu byggð á margnotuðum slögurum, gömlu rokki, búgí og ryþmablús. Lagahöfunda er ekki getið (einhvern tímann voru það nú lágmarksupplýsingar!), en maður hefur oft áður heyrt lög eins og Leggir, Ball, Sökudólgabúgí og Aldrei aftur heim. Lögin eru skemmtilega útsett og flutt. Þetta er mátulega hrátt til þess að það virki með textunum sem Skúli syngur vel og í karakter. Bakraddirnar setja líka skemmtilegan svip á útkomuna og blásararnir auka á fjölbreytnina. Á heildina litið er þetta skemmtileg plata sem sérstaklega er hægt að mæla með fyrir þá sem hafa gaman af góðum íslenskum textum. Niðurstaða: Vel útfærð tónlist og flottir textar.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira