Tökulið Game of Thrones væntanlegt hingað í vetur 16. ágúst 2011 17:00 Hluti af þáttaröðinni Game of Thrones verður væntanlega tekinn upp hér á Íslandi í lok þessa árs. Sean Bean leikur aðalhlutverkið í þáttunum en íslenski leikarinn Guðmundir Ingi Þorvaldsson var boðaður í prufu fyrir bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Hann á einnig að mæta í prufu fyrir þriðju og fjórðu þáttaröðina í október. Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram að hluta til hér á Íslandi í lok þessa árs. Þetta kom fram í máli eins aðalleikara þáttanna, Kit Harrington. Harrington sat fyrir svörum á myndasöguhátíðinni ComicCon í lok júlí og upplýsti þar að hann fengi að kynnast alvörukulda á Íslandi. „Það var kalt síðast en nú förum við til Íslands. Og það verður sko kalt,“ hefur vefsíðan Access Hollywood eftir honum. Game of Thrones hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum en það er sjónvarpsrisinn HBO sem framleiðir þættina. Þeir eru byggðir á sögum George R. R. Martin og hafa fengið mikið lof fyrir nálgun sína. Orðrómurinn um að Ísland yrði einn af tökustöðum annarrar þáttaraðar hefur lengi verið á kreiki en hann skaut fyrst upp kollinum í desember. Samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið þá á milli Marokkó og Íslands og nú virðist sem Ísland hafi orðið ofan á. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa forsvarsmenn þáttaraðanna þegar rætt við framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið, en þar á bæ vildi enginn tjá sig um málið í gær. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur tvisvar farið í prufur fyrir þættina og framleiðendurnir hafa hrifist mjög af frammistöðu hans. Meðal leikara í þáttunum má nefna Sean Bean, Jack Gleeson og Nikolaj Coster-Waldau. Guðmundur segir þættina vera algjörlega einstaka en þeir sverja sig í ætt við Hringadróttinssögu. „Ég fór í prufu fyrir svokallaðan pilot-þátt og svo bæði fyrstu og aðra þáttaröðina. Framleiðendurnir hafa sagt mér að vera alveg rólegur því þeir séu mjög hrifnir, þeir vilji bara bíða eftir rétta hlutverkinu,“ segir Guðmundur sem hefur þegar verið boðaður í prufu fyrir þáttaröð þrjú og fjögur. „Ég fer út í október. Ég er samt með báða fætur á jörðinni og finnst bara gaman að prófa þetta.“ Sýningar á fyrstu þáttaröð Game of Thrones hefjast á Stöð 2 á sunnudag. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08 Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Game of Thrones hefst 21. ágúst Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan. 11. ágúst 2011 12:08