Gengur vel innan um þekkta tískuhönnuði 23. ágúst 2011 14:30 Marta Jonsson býr úti í London og merki hennar gengur vel þar í borg. „Hönnun mín fór inn á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust strax svo vel," segir Marta Jonsson hönnuður. Hún er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem selur vörur sínar í Debenhams erlendis en Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og kemur líklega í verslanir í lok þessa árs. Marta stofnaði tískumerki sitt, Marta Jonsson, árið 2009. Hún hannar skó, töskur og belti í stíl. Hún hafði þó hannað skó undir merkjum Logo69 frá árinu 1996. Lína Mörtu, Marta Jonsson, hefur slegið í gegn í London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Rekur hún þrjár verslanir þar í borg, meðal annars á Kings Road, í Westfield, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu og Guldford. Marta selur vörur sínar auk þess á netinu, bæði á heimasiðu sinni og á hinni vinsælu skó- og fylgihlutaverslun VivaLaDiva.com. „Þegar við byrjuðum á þeirri síðu höfðu aðstandendur síðunnar ekki séð svona nýtt tískumerki ganga jafn vel. Við vorum strax komin í topp fimm í sölu hjá þeim," upplýsir Marta ánægð en á síðunni VivaLaDiva selur hún vörur sínar innan um marga þekkta hönnuði og má þar nefna, Armani, Dr. Martens, Dolce & Gabbana og Rayban. Á síðunni eru vörur frá yfir 180 tískuhönnuðum. Marta er enginn nýgræðingur í hönnunarheiminum því frá 1996 hefur hún hannað, framleitt og selt skó sína til stórra verslana, meðal annars til Office og Kirk Aigner. „Ég er ennþá að gera það. Ég hanna og framleiði ofan í þær keðjur," segir Marta og heldur glaðlega áfram: „Svo er Marta Jonsson, nýja litla búgreinin, bara að verða svo stór. Þetta er rosalega fljótt að breytast. Við viljum halda áfram að stækka og leggja undir okkur heiminn. Þýðir nokkuð annað?"martaf@frettabladid.is Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Hönnun mín fór inn á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust strax svo vel," segir Marta Jonsson hönnuður. Hún er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem selur vörur sínar í Debenhams erlendis en Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og kemur líklega í verslanir í lok þessa árs. Marta stofnaði tískumerki sitt, Marta Jonsson, árið 2009. Hún hannar skó, töskur og belti í stíl. Hún hafði þó hannað skó undir merkjum Logo69 frá árinu 1996. Lína Mörtu, Marta Jonsson, hefur slegið í gegn í London þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Rekur hún þrjár verslanir þar í borg, meðal annars á Kings Road, í Westfield, stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu og Guldford. Marta selur vörur sínar auk þess á netinu, bæði á heimasiðu sinni og á hinni vinsælu skó- og fylgihlutaverslun VivaLaDiva.com. „Þegar við byrjuðum á þeirri síðu höfðu aðstandendur síðunnar ekki séð svona nýtt tískumerki ganga jafn vel. Við vorum strax komin í topp fimm í sölu hjá þeim," upplýsir Marta ánægð en á síðunni VivaLaDiva selur hún vörur sínar innan um marga þekkta hönnuði og má þar nefna, Armani, Dr. Martens, Dolce & Gabbana og Rayban. Á síðunni eru vörur frá yfir 180 tískuhönnuðum. Marta er enginn nýgræðingur í hönnunarheiminum því frá 1996 hefur hún hannað, framleitt og selt skó sína til stórra verslana, meðal annars til Office og Kirk Aigner. „Ég er ennþá að gera það. Ég hanna og framleiði ofan í þær keðjur," segir Marta og heldur glaðlega áfram: „Svo er Marta Jonsson, nýja litla búgreinin, bara að verða svo stór. Þetta er rosalega fljótt að breytast. Við viljum halda áfram að stækka og leggja undir okkur heiminn. Þýðir nokkuð annað?"martaf@frettabladid.is
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira