Lífið

Gömlu brýnin komin í gull

Skál! Gylfi, Megas og Rúnar Þór fengu gullplötu á fimmtudagskvöld. Megas ákvað að lyfta frekar bjórglasi en gullplötunni þegar ljósmyndari smellti af: „Ég er gull sjálfur,“ sagði hann.Fréttablaðið/Valli
Skál! Gylfi, Megas og Rúnar Þór fengu gullplötu á fimmtudagskvöld. Megas ákvað að lyfta frekar bjórglasi en gullplötunni þegar ljósmyndari smellti af: „Ég er gull sjálfur,“ sagði hann.Fréttablaðið/Valli
Gleðin sveif yfir vötnum á skemmtistaðnum Vellinum á Grensásvegi á fimmtudagskvöldið þegar þrír af vinsælustu tónlistarmönnum landsins tóku við gullplötu fyrir sölu á plötu sinni. Þetta voru þeir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas sem hafa selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni MS GRM sem kom út á síðasta ári.

Um þessar mundir er að koma út DVD-diskur með hljómsveitinni með tónleikum hennar í Austurbæ í byrjun nóvember 2010. Þeir tónleikar þóttu einmitt frábærlega vel heppnaðir og fengu fullt hús stiga, fimm stjörnur, hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Þríeykið og aðrir gestir horfðu einmitt á tónleikana í veislunni á fimmtudagskvöldið og létu vel af áhorfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×