Rúnar kominn með hundrað verðlaun 23. ágúst 2011 12:00 Verðlaunakarl Rúnar Rúnarsson hefur hlotið hundrað verðlaun fyrir stuttmyndir sínar og kvikmyndir. Hann er á leið til Toronto þar sem kvikmynd hans, Eldfjall, verður sýnd í Discovery-flokki. Fréttablaðið/Valli „Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. Verðlaunasaga Rúnars hófst með stuttmyndinni Síðasti bærinn í dalnum sem var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna. Rúnar er nú að fylgja eftir fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, sem er Eldfjall, en hún var frumsýnd í Cannes fyrr á þessu ári. Hann verður meðal keppenda í hinum virta Discovery-flokki á Toronto-hátíðinni sem hefst 8. september og lýkur tíu dögum seinna. „Það er mjög gott að komast þarna inn því Toronto er risamarkaður sem Hollywood nýtir sér til að koma sínum myndum á framfæri,“ segir leikstjórann. Rúnar hyggst sjálfur vera viðstaddur sýningarnar í Toronto en hann hefur ekki tölu á því hversu margar kvikmyndahátíðir hann hefur sótt á sínum þó stutta kvikmyndaferli. „Ég þyrfti að fá mér fílófax því það er mjög mikið fram undan,“ segir Rúnar en Eldfjalli hefur einnig verið á boðið á kvikmyndahátíðina í Chicago sem er sömuleiðis hátt skrifuð í Norður-Ameríku. „Þetta er kannski svipað og að fara í tónleikaferðalag nema hvað ég slepp við að keyra um í ódýru rúgbrauði, sveittur með fimm öðrum strákum.“ - fgg Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
„Ég var að telja þetta saman fyrir nokkrum dögum og þau eru orðin slétt hundrað. Þau síðustu fékk ég fyrir bestu leikstjórn í kvikmyndinni Eldfjall á kvikmyndahátíð í Transylvaníu,“ segir íslenski leikstjórinn Rúnar Rúnarsson. Hann er sennilega orðinn sá íslenski leikstjóri sem hlotið hefur flest verðlaun því kvikmyndir hans hafa hlotið hundrað verðlaun á kvikmyndahátíðum um allan heim. Verðlaunasaga Rúnars hófst með stuttmyndinni Síðasti bærinn í dalnum sem var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna. Rúnar er nú að fylgja eftir fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, sem er Eldfjall, en hún var frumsýnd í Cannes fyrr á þessu ári. Hann verður meðal keppenda í hinum virta Discovery-flokki á Toronto-hátíðinni sem hefst 8. september og lýkur tíu dögum seinna. „Það er mjög gott að komast þarna inn því Toronto er risamarkaður sem Hollywood nýtir sér til að koma sínum myndum á framfæri,“ segir leikstjórann. Rúnar hyggst sjálfur vera viðstaddur sýningarnar í Toronto en hann hefur ekki tölu á því hversu margar kvikmyndahátíðir hann hefur sótt á sínum þó stutta kvikmyndaferli. „Ég þyrfti að fá mér fílófax því það er mjög mikið fram undan,“ segir Rúnar en Eldfjalli hefur einnig verið á boðið á kvikmyndahátíðina í Chicago sem er sömuleiðis hátt skrifuð í Norður-Ameríku. „Þetta er kannski svipað og að fara í tónleikaferðalag nema hvað ég slepp við að keyra um í ódýru rúgbrauði, sveittur með fimm öðrum strákum.“ - fgg
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira