Lífið

Spessi sækir hjól til Memphis

Spessi ætlar að flytja til Kansas með eiginkonu sinni sem hyggst setjast þar á skólabekk. Hann langar í pallbíl, kúrekahatt og stígvél í stíl.
Spessi ætlar að flytja til Kansas með eiginkonu sinni sem hyggst setjast þar á skólabekk. Hann langar í pallbíl, kúrekahatt og stígvél í stíl.
„Jú, þetta er rétt, við erum að fara til Kansas. Þar ætla ég að kaupa mér pallbíl, kúrekahatt og stígvél í stíl,“ segir Spessi, ljósmyndari með meiru. Eiginkona hans, Áróra Gústafsdóttir, er að fara að setjast á skólabekk og ætlar Spessi að fljóta með. Hjónakornin fljúga út á laugardaginn en Spessi vill ekki gefa mikið upp hvað hann ætlar að gera í Bandaríkjunum fyrir utan að hann hyggst sækja þar mótorhjól sem er í geymslu í Memphis. „Elvis hefur verið að passa upp á það fyrir mig,“ segir ljósmyndarinn og hlær.

Spessi upplýsir að hann sé með nokkur verkefni í vinnslu fyrir utan Bandaríkin, þar á meðal ljósmyndabók um Focu-eyju sem er við strendur Nýfundnalands. „Þar er verið að byggja upp listamannaaðstöðu og mjög merkilegt samfélag sem áhrifakona frá eyjunni hefur stutt dyggilega við. Hún fékk síðan Elísabetu Gunnarsdóttur til að halda utan um stjórnartaumana á þessu verkefni,“ útskýrir Spessi.

Á eyjunni búa 2.500 manns sem að sögn Spessa þurftu að horfa á eftir fiskinum og upplifa mikið atvinnuleysi. „Íbúarnir ákváðu hins vegar að leggja ekki árar í bát heldur fjárfesta í menningu og þarna er nú að þróast ansi forvitnilegt listamannasamfélag.“ - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×