Manchester og Hafnarfjörður Trausti Júlíusson skrifar 27. ágúst 2011 11:00 Ruddinn - I Need A Vacation. Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. I Need a Vacation. Ruddinn. I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóðverinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljómsveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It's You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira