Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi 30. ágúst 2011 07:00 Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í Oblivion sem Joseph Kosinski leikstýrir. Universal stjórnar framleiðslu myndarinnar en góðar líkur eru taldar á því að stór hluti hennar verði tekinn upp hér á landi. „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt landinu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga tökustaði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimverum. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kurylenko og Noomi Rapace sagðar líklegastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-risinn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvikmyndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þáttum, eins og að ný endurgreiðslulög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa," segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verkefnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
„Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt landinu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga tökustaði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimverum. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kurylenko og Noomi Rapace sagðar líklegastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-risinn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvikmyndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þáttum, eins og að ný endurgreiðslulög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa," segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verkefnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira