Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi 30. ágúst 2011 07:00 Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í Oblivion sem Joseph Kosinski leikstýrir. Universal stjórnar framleiðslu myndarinnar en góðar líkur eru taldar á því að stór hluti hennar verði tekinn upp hér á landi. „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt landinu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga tökustaði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimverum. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kurylenko og Noomi Rapace sagðar líklegastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-risinn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvikmyndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þáttum, eins og að ný endurgreiðslulög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa," segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verkefnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt landinu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga tökustaði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimverum. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kurylenko og Noomi Rapace sagðar líklegastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-risinn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvikmyndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þáttum, eins og að ný endurgreiðslulög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa," segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verkefnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira