Enginn skortur á stuðningi hjá fyrirliða Stjörnunnar 2. september 2011 16:00 Samheldin systkini Frá vinstri séð: Urður (19) sem heldur á Sigurði Tuma (8) og Gunnhildur (23) situr fyrir miðju með Elfi Fríðu (3). Ilmur (15) heldur á Sæmundi Tóka (6) og loks situr Þórunn á gólfinu fyrir framan. Á myndina vantar elsta bróðurinn, Tind.Fréttablaðið/Stefán „Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira