Nöturlegar tölur um HIV-smit fíkla Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. september 2011 06:00 Aldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár. Þetta eru heldur nöturlegar tölur og benda til þess að sofnað hafi verið á verðinum gagnvart þessum sjúkdómi sem fáir þekktu fyrr en undir miðjan níunda áratuginn. Sjúkdómurinn vakti mikinn ugg þegar hann kom fyrst fram, ekki síst meðal ungs fólks. Tilkoma hans kallaði á stóraukna varkárni í kynhegðun sem margir tóku alvarlega. Endurteknar smokkaherferðir virtust bera árangur, ekki síst í hópi samkynhneigðra karla, sem á upphafsárunum var útsettasti hópurinn. Eftir að nýgreiningum hafði stórlega fækkað um árabil hefur þeim fjölgað svo að nýju að hægt er að tala um faraldur og þá ekki síst meðal sprautufíkla. Samanburðurinn við Svíþjóð á nýgengi HIV-smits í hópi sprautufíkla er sláandi. Meðan hér í liðlega 300 þúsund manna samfélagi greinast tíu HIV-smitaðir sprautufíklar greinast fjórir í Svíþjóð þar sem tæpar tíu milljónir eiga heima. Reynslan sýnir að fræðsla og forvarnir skila verulegum árangri í þeim hópi fólks sem er allsgáður og ábyrgur gerða sinna. Reynslan sýnir einnig að það er ekki nóg að upplýsa eina kynslóð heldur verður stöðugt að hamra járnið. Þegar kemur að fíklunum er verkefnið hins vegar mun flóknara. Þar er um að ræða fullorðið sjálfráða fólk, einstaklinga sem örðugt er að passa upp á ef þeir kæra sig ekki um að láta gæta sín. Ætla verður að enn frekari fræðsla í forvarnaskyni hafi einhver áhrif. Sömuleiðis aðgerðir eins og bætt aðgengi fíkla að sprautum og nálum, og smokkum sömuleiðis. Þá má áreiðanlega auka aðgengi fíkla að heilbrigðis- og félagsþjónustuþjónustu og hvetja til árvekni gagnvart HIV hjá þeim sem þar taka á móti fíklum. Loks hlýtur að verða að skoða möguleika á tímabundinni frelsissviptingu í því skyni að afeitra fólk og leiða því fyrir sjónir þegar það er orðið edrú að það verði að fara í fíkniefnameðferð til þess að smita ekki aðra með þeirri óábyrgu hegðun sem fylgir vímuefnaneyslunni. Að sama skapi er ljóst að til mikils er að vinna að ná tökum á HIV-smiti. Sem betur fer eru lífslíkur smitaðra allt aðrar og miklu betri en þær voru á upphafsárum HIV. Hins vegar er það alltaf mikið alvörumál að ganga með ólæknandi sjúkdóm, að ekki sé talað um ef smitberinn er ekki ábyrgur gerða sinna og gætir þess ekki að leggja sitt af mörkum til að verja þá sem hann umgengst gegn smiti. Loks skiptir miklu að hver HIV-greindur kostar heilbrigðiskerfið 160 milljónir króna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Aldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár. Þetta eru heldur nöturlegar tölur og benda til þess að sofnað hafi verið á verðinum gagnvart þessum sjúkdómi sem fáir þekktu fyrr en undir miðjan níunda áratuginn. Sjúkdómurinn vakti mikinn ugg þegar hann kom fyrst fram, ekki síst meðal ungs fólks. Tilkoma hans kallaði á stóraukna varkárni í kynhegðun sem margir tóku alvarlega. Endurteknar smokkaherferðir virtust bera árangur, ekki síst í hópi samkynhneigðra karla, sem á upphafsárunum var útsettasti hópurinn. Eftir að nýgreiningum hafði stórlega fækkað um árabil hefur þeim fjölgað svo að nýju að hægt er að tala um faraldur og þá ekki síst meðal sprautufíkla. Samanburðurinn við Svíþjóð á nýgengi HIV-smits í hópi sprautufíkla er sláandi. Meðan hér í liðlega 300 þúsund manna samfélagi greinast tíu HIV-smitaðir sprautufíklar greinast fjórir í Svíþjóð þar sem tæpar tíu milljónir eiga heima. Reynslan sýnir að fræðsla og forvarnir skila verulegum árangri í þeim hópi fólks sem er allsgáður og ábyrgur gerða sinna. Reynslan sýnir einnig að það er ekki nóg að upplýsa eina kynslóð heldur verður stöðugt að hamra járnið. Þegar kemur að fíklunum er verkefnið hins vegar mun flóknara. Þar er um að ræða fullorðið sjálfráða fólk, einstaklinga sem örðugt er að passa upp á ef þeir kæra sig ekki um að láta gæta sín. Ætla verður að enn frekari fræðsla í forvarnaskyni hafi einhver áhrif. Sömuleiðis aðgerðir eins og bætt aðgengi fíkla að sprautum og nálum, og smokkum sömuleiðis. Þá má áreiðanlega auka aðgengi fíkla að heilbrigðis- og félagsþjónustuþjónustu og hvetja til árvekni gagnvart HIV hjá þeim sem þar taka á móti fíklum. Loks hlýtur að verða að skoða möguleika á tímabundinni frelsissviptingu í því skyni að afeitra fólk og leiða því fyrir sjónir þegar það er orðið edrú að það verði að fara í fíkniefnameðferð til þess að smita ekki aðra með þeirri óábyrgu hegðun sem fylgir vímuefnaneyslunni. Að sama skapi er ljóst að til mikils er að vinna að ná tökum á HIV-smiti. Sem betur fer eru lífslíkur smitaðra allt aðrar og miklu betri en þær voru á upphafsárum HIV. Hins vegar er það alltaf mikið alvörumál að ganga með ólæknandi sjúkdóm, að ekki sé talað um ef smitberinn er ekki ábyrgur gerða sinna og gætir þess ekki að leggja sitt af mörkum til að verja þá sem hann umgengst gegn smiti. Loks skiptir miklu að hver HIV-greindur kostar heilbrigðiskerfið 160 milljónir króna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun