Allt verður gott í áfanga 2 Pawel Bartoszek skrifar 9. september 2011 06:00 Landspítalasvæðið og raunar borgin öll eru full af óbyggðum seinni tíma áföngum. Sjálf aðalbyggingin er einungis fyrsti áfangi í húsasamstæðu sem öll átti að vera í sama stíl. Húsgaflinn á Læknagarði ber það með sér að menn hafi bara tekið sér pásu, og ætli að klára á eftir. Vestan Suðurgötu stóð svo í mörg ár steyptur grunnur að óbyggðu húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda, uns möl var sturtað yfir hann og hann þannig nýttur undir bílastæði. Við þessu er ekkert að segja. Á hverjum tíma reyna menn að byggja upp þær hagkvæmustu og bestu byggingar sem völ er á. Þau viðbótarhús sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma á lóð Landsspítalans þættu í dag ekki nægilega góð. Því verða þau ekki byggð. Eins liggja fyrir teikningar frá áttunda áratug seinustu aldar þar sem Læknagarður er einungis einn gangur í risastórri spítalabyggingu. Sú húsasamstæða verður heldur ekki byggð. Að sjálfsögðu á að hugsa fram í tímann, en reynslan sýnir að hver samtími ákveður sig sjálfur. Þegar svokölluðum fyrsta áfanga nýs Landspítala-Háskólasjúkrahúss lýkur, hugsanlega fyrir lok þessa áratugar, verða næstu áfangar ekki byggðir nema eftir aðrar samkeppnir, aðrar umræður og aðrar ákvarðanir einhvers annars. Þetta þarf að hafa í huga. Svokallaður fyrsti áfangi spítalans á að geta verið borginni til sóma, einn og sér. Margt í tillögum að nýja spítalanum er mjög gott. Það er reynt að skapa göturými með borgarbrag inni á svæðinu. Fyrirheit um hjólareinar og hjólageymslur lofa góðu. Ýjað er að því að til framtíðar eigi flestir bílar að vera geymdir neðanjarðar, og að geymsla þeirra eigi að kosta. Gjaldskyldunni og hjólamannvirkjum mun ég trúa þegar þau verða komin, og raunar varla þá. Það sem koma á í „öðrum áfanga“, eins og bílakjallarar og hús á jaðri svæðis, skoða ég með svipuðum fyrirvara og teikningar af hótelum á tunglinu í gömlum vísindatímaritum. Í fyrsta áfanga nýs Landsspítala, sem er sem sagt sá áfangi sem einhver von er um að muni rísa, er gert ráð fyrir 1.600 bílastæðum á lóðinni. Það er fjölgun um tæplega fimm hundruð frá því sem nú er. Vissulega er verið að færa allan Borgarspítalann vestur en fimm hundruð stæði fjölga samt bílum á Miklubrautinni um það sem því nemur. Væri ekki frekar ráð að bæta við færri stæðum, rukka fyrir þau og borga þeim starfsmönnum sem skilja bílinn eftir heima? Þegar ýjað er að því að tillögurnar feli í sér mikla fækkun stæða er nefnilega um dálitlar ýkjur að ræða. Heildarfjöldi stæða á sameinaðri lóð er nánast óbreyttur í fyrsta áfanga. Fækkunin kæmi fyrst og fremst í öðrum áfanga. Aftur: Hótel á tunglinu. Þeir sem ákveða munu næstu stækkun spítalans munu standa frammi fyrir sömu ákvörðunum og þeir sem ráða stækkun hans nú. Munu þeir byggja bílakjallara í stað bílastæða ofanjarðar? Munu þeir virkilega rukka starfsfólk og sjúklinga fyrir stæði? Bílastæðakjallarar verða áfram massadýrir. Það verður áfram massaóvinsælt að rukka fyrir stæði. Það þarf að taka loforð um að allt sem sé dýrt, erfitt og óvinsælt verði gert seinna með talsverðum fyrirvara. Það þarf líka að huga að samspili spítalans við hans nánasta umhverfi og framtíðarþróun borgarinnar. Hönnuðir hans gefa sér til dæmis það að Snorrabrautin verði áfram tvöföld í báðar áttir. Á Snorrabraut hafa of margir gangandi vegfarendur dáið og slasast á undanförnum árum. Frekar en að reisa þar fleiri girðingar ætti þar að taka burt akrein í hvora átt, setja hjólabrautir í staðinn, bæta við gróðri og ef til vill setja forgangsakrein fyrir strætó á hluta leiðarinnar sem gæti þá nýst fyrir neyðarflutninga. Að mati margra sérfræðinga er Vatnsmýrin heppilegasti staðurinn fyrir sjúkrahúsið. Þær niðurstöður hef ég ekki forsendur til að rengja. Né heldur vil ég leggjast á sveif með þeim sem ólmir vilja lækka byggingarnar, eða telja að leysa þurfi umferðarmálin með meiri umferðarmannvirkjum og meiri umferð. En ég hvet Reykjavíkurborg til að gera sitt til að nýi spítalinn stuðli að meiri borgarbrag og betri byggð. Strax í áfanga eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Landspítalasvæðið og raunar borgin öll eru full af óbyggðum seinni tíma áföngum. Sjálf aðalbyggingin er einungis fyrsti áfangi í húsasamstæðu sem öll átti að vera í sama stíl. Húsgaflinn á Læknagarði ber það með sér að menn hafi bara tekið sér pásu, og ætli að klára á eftir. Vestan Suðurgötu stóð svo í mörg ár steyptur grunnur að óbyggðu húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda, uns möl var sturtað yfir hann og hann þannig nýttur undir bílastæði. Við þessu er ekkert að segja. Á hverjum tíma reyna menn að byggja upp þær hagkvæmustu og bestu byggingar sem völ er á. Þau viðbótarhús sem Guðjón Samúelsson teiknaði á sínum tíma á lóð Landsspítalans þættu í dag ekki nægilega góð. Því verða þau ekki byggð. Eins liggja fyrir teikningar frá áttunda áratug seinustu aldar þar sem Læknagarður er einungis einn gangur í risastórri spítalabyggingu. Sú húsasamstæða verður heldur ekki byggð. Að sjálfsögðu á að hugsa fram í tímann, en reynslan sýnir að hver samtími ákveður sig sjálfur. Þegar svokölluðum fyrsta áfanga nýs Landspítala-Háskólasjúkrahúss lýkur, hugsanlega fyrir lok þessa áratugar, verða næstu áfangar ekki byggðir nema eftir aðrar samkeppnir, aðrar umræður og aðrar ákvarðanir einhvers annars. Þetta þarf að hafa í huga. Svokallaður fyrsti áfangi spítalans á að geta verið borginni til sóma, einn og sér. Margt í tillögum að nýja spítalanum er mjög gott. Það er reynt að skapa göturými með borgarbrag inni á svæðinu. Fyrirheit um hjólareinar og hjólageymslur lofa góðu. Ýjað er að því að til framtíðar eigi flestir bílar að vera geymdir neðanjarðar, og að geymsla þeirra eigi að kosta. Gjaldskyldunni og hjólamannvirkjum mun ég trúa þegar þau verða komin, og raunar varla þá. Það sem koma á í „öðrum áfanga“, eins og bílakjallarar og hús á jaðri svæðis, skoða ég með svipuðum fyrirvara og teikningar af hótelum á tunglinu í gömlum vísindatímaritum. Í fyrsta áfanga nýs Landsspítala, sem er sem sagt sá áfangi sem einhver von er um að muni rísa, er gert ráð fyrir 1.600 bílastæðum á lóðinni. Það er fjölgun um tæplega fimm hundruð frá því sem nú er. Vissulega er verið að færa allan Borgarspítalann vestur en fimm hundruð stæði fjölga samt bílum á Miklubrautinni um það sem því nemur. Væri ekki frekar ráð að bæta við færri stæðum, rukka fyrir þau og borga þeim starfsmönnum sem skilja bílinn eftir heima? Þegar ýjað er að því að tillögurnar feli í sér mikla fækkun stæða er nefnilega um dálitlar ýkjur að ræða. Heildarfjöldi stæða á sameinaðri lóð er nánast óbreyttur í fyrsta áfanga. Fækkunin kæmi fyrst og fremst í öðrum áfanga. Aftur: Hótel á tunglinu. Þeir sem ákveða munu næstu stækkun spítalans munu standa frammi fyrir sömu ákvörðunum og þeir sem ráða stækkun hans nú. Munu þeir byggja bílakjallara í stað bílastæða ofanjarðar? Munu þeir virkilega rukka starfsfólk og sjúklinga fyrir stæði? Bílastæðakjallarar verða áfram massadýrir. Það verður áfram massaóvinsælt að rukka fyrir stæði. Það þarf að taka loforð um að allt sem sé dýrt, erfitt og óvinsælt verði gert seinna með talsverðum fyrirvara. Það þarf líka að huga að samspili spítalans við hans nánasta umhverfi og framtíðarþróun borgarinnar. Hönnuðir hans gefa sér til dæmis það að Snorrabrautin verði áfram tvöföld í báðar áttir. Á Snorrabraut hafa of margir gangandi vegfarendur dáið og slasast á undanförnum árum. Frekar en að reisa þar fleiri girðingar ætti þar að taka burt akrein í hvora átt, setja hjólabrautir í staðinn, bæta við gróðri og ef til vill setja forgangsakrein fyrir strætó á hluta leiðarinnar sem gæti þá nýst fyrir neyðarflutninga. Að mati margra sérfræðinga er Vatnsmýrin heppilegasti staðurinn fyrir sjúkrahúsið. Þær niðurstöður hef ég ekki forsendur til að rengja. Né heldur vil ég leggjast á sveif með þeim sem ólmir vilja lækka byggingarnar, eða telja að leysa þurfi umferðarmálin með meiri umferðarmannvirkjum og meiri umferð. En ég hvet Reykjavíkurborg til að gera sitt til að nýi spítalinn stuðli að meiri borgarbrag og betri byggð. Strax í áfanga eitt.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun