Fjölbreytileg tæki 14. september 2011 10:30 Einar Farestveit & Co. hf. leggur áherslu á vönduð vörumerki í eldunartækjum, að sögn verslunarstjórans Þráins Bj. Farestveit. Mynd/Pjetur Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. hefur fyrir löngu skapað sér nafn hérlendis fyrir sölu á vönduðum eldunartækjum. Verslunarstjórinn Þráinn Bj. Farestveit er öllum hnútum kunnugur um nýjungar þess. Þráinn upplýsir að hjá Einari Farestveit & Co. hf. séu fjögur vörumerki í öndvegi í eldunartækjum. Nefnir hann fyrst til sögunnar Blomberg. „Óhætt er að segja að Blomberg sé stórtækt í öllu sem það tekur sér fyrir hendur, því það býður upp á breiða línu af ofnum, allt frá hálf- og upp í alsjálfvirka ofna, og ofna þar sem við erum að tala um allt að 65 lítra ofnrými en yfirleitt eru ofnar í kringum 53 lítra," bendir hann á og bætir við að Blomberg þekki flestir enda hefur merkið fyrir löngu náð fótfestu hérlendis. De Dietrich er að sögn Þráins stórt vörumerki frá Frakklandi sem hefur náð miklum vinsældum á Íslandi enda bjóði það upp á eina fullkomnustu ofna sem völ er á. „Sumir eru búnir alsjálfvirkum hreinsi- og matreiðslukerfum og sértækum tölvustillingum. Sem dæmi er hægt að stilla ofn sérstaklega á roastbeef og hann skilar kjötinu fullelduðu án þess að kokkurinn þurfi að grípa inn í eldamennskuna." Þá segir Þráinn De Dietrich framleiða smáofna sem eru ekki nema 2/3 af hefðbundinni stærð og eru nokkuð eftirsóttir. „Þar eru hagkvæmnissjónarmið höfð í fyrirrúmi og gott dæmi um slíkt eru ofnar sem sameina eiginleika hefðbundinna ofna og örbylgjuofna." Þráinn segir þó fáa standast bandaríska fyrirtækinu KitchenAid snúning hvað glæsileika varðar í ofnum, helluborðum og háfum. „Allt sem frá því kemur er vandað og flott og stálið sem er notað er sérstakt nanóstál, sem er kámfrítt." Einnig nefnir hann ítalska framleiðandann Candy sem framleiðir einfalda og vandaða ofna og helluborð. „Þeir eru búnir öllum nauðsynlegum eiginleikum, góðri blástursviftu, undir- og yfirhita og grilli." Loks lætur Þráinn þess getið að litlir og stórir ofnar, háfar, gashellu- og spansuðuhelluboð séu meðal þess sem bjóðist frá öllum framleiðendum, sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir. Sjón er sögu ríkari." Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Fyrirtækið Einar Farestveit & Co. hf. hefur fyrir löngu skapað sér nafn hérlendis fyrir sölu á vönduðum eldunartækjum. Verslunarstjórinn Þráinn Bj. Farestveit er öllum hnútum kunnugur um nýjungar þess. Þráinn upplýsir að hjá Einari Farestveit & Co. hf. séu fjögur vörumerki í öndvegi í eldunartækjum. Nefnir hann fyrst til sögunnar Blomberg. „Óhætt er að segja að Blomberg sé stórtækt í öllu sem það tekur sér fyrir hendur, því það býður upp á breiða línu af ofnum, allt frá hálf- og upp í alsjálfvirka ofna, og ofna þar sem við erum að tala um allt að 65 lítra ofnrými en yfirleitt eru ofnar í kringum 53 lítra," bendir hann á og bætir við að Blomberg þekki flestir enda hefur merkið fyrir löngu náð fótfestu hérlendis. De Dietrich er að sögn Þráins stórt vörumerki frá Frakklandi sem hefur náð miklum vinsældum á Íslandi enda bjóði það upp á eina fullkomnustu ofna sem völ er á. „Sumir eru búnir alsjálfvirkum hreinsi- og matreiðslukerfum og sértækum tölvustillingum. Sem dæmi er hægt að stilla ofn sérstaklega á roastbeef og hann skilar kjötinu fullelduðu án þess að kokkurinn þurfi að grípa inn í eldamennskuna." Þá segir Þráinn De Dietrich framleiða smáofna sem eru ekki nema 2/3 af hefðbundinni stærð og eru nokkuð eftirsóttir. „Þar eru hagkvæmnissjónarmið höfð í fyrirrúmi og gott dæmi um slíkt eru ofnar sem sameina eiginleika hefðbundinna ofna og örbylgjuofna." Þráinn segir þó fáa standast bandaríska fyrirtækinu KitchenAid snúning hvað glæsileika varðar í ofnum, helluborðum og háfum. „Allt sem frá því kemur er vandað og flott og stálið sem er notað er sérstakt nanóstál, sem er kámfrítt." Einnig nefnir hann ítalska framleiðandann Candy sem framleiðir einfalda og vandaða ofna og helluborð. „Þeir eru búnir öllum nauðsynlegum eiginleikum, góðri blástursviftu, undir- og yfirhita og grilli." Loks lætur Þráinn þess getið að litlir og stórir ofnar, háfar, gashellu- og spansuðuhelluboð séu meðal þess sem bjóðist frá öllum framleiðendum, sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir. Sjón er sögu ríkari."
Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira