Enginn Zlatan gegn Barcelona Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2011 06:00 Fottur með taglið. Zlatan mun ekki leika á sínum gamla heimavelli með Milan í kvöld.nordic photos/getty Images Í kvöld verður flautað til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Boðið er upp á sannkallaðan risaslag í fyrstu umferð þegar AC Milan sækir Evrópumeistara Barcelona heim. Milan verður án sinnar skærustu stjörnu en Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu í gær. Milan verður einnig án Robinho þannig að þeir Pato og Antonio Cassano þurfa að draga vagninn í sókninni hjá ítalska liðinu. Aaron Ramsey verður ekki með Arsenal í kvöld þegar enska liðið sækir Dortmund heim. Ramsey er meiddur. Þetta er vont fyrir Arsenal enda einnig án Jacks Wilshere. Mikel Arteta og Yossi Benayoun munu væntanlega báðir spila með Arsenal í kvöld. Alex Song og Emmanuel Frimpong eru einnig klárir í bátana. Chelsea á síðan heimaleik gegn þýska liðinu Bayer Leverkusen. Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af því að sjálfstraust leikmanna Chelsea sé lítið í keppninni. Chelsea hefur á síðustu árum komist nálægt sigri í keppninni en aldrei náð að landa bikarnum eftirsótta. „Ég held að það sé ekkert sálfræðilegt vandamál hjá liðinu. Það gerist margt óvænt í þessari keppni og stundum getur það skilað liðum alla leið í úrslitaleikinn. Maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Villas-Boas. „Félagið er oftar en ekki í undanúrslitum keppninnar. Við munum reyna að fara alla leið aftur í vetur..“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Í kvöld verður flautað til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Boðið er upp á sannkallaðan risaslag í fyrstu umferð þegar AC Milan sækir Evrópumeistara Barcelona heim. Milan verður án sinnar skærustu stjörnu en Zlatan Ibrahimovic meiddist á æfingu í gær. Milan verður einnig án Robinho þannig að þeir Pato og Antonio Cassano þurfa að draga vagninn í sókninni hjá ítalska liðinu. Aaron Ramsey verður ekki með Arsenal í kvöld þegar enska liðið sækir Dortmund heim. Ramsey er meiddur. Þetta er vont fyrir Arsenal enda einnig án Jacks Wilshere. Mikel Arteta og Yossi Benayoun munu væntanlega báðir spila með Arsenal í kvöld. Alex Song og Emmanuel Frimpong eru einnig klárir í bátana. Chelsea á síðan heimaleik gegn þýska liðinu Bayer Leverkusen. Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af því að sjálfstraust leikmanna Chelsea sé lítið í keppninni. Chelsea hefur á síðustu árum komist nálægt sigri í keppninni en aldrei náð að landa bikarnum eftirsótta. „Ég held að það sé ekkert sálfræðilegt vandamál hjá liðinu. Það gerist margt óvænt í þessari keppni og stundum getur það skilað liðum alla leið í úrslitaleikinn. Maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði Villas-Boas. „Félagið er oftar en ekki í undanúrslitum keppninnar. Við munum reyna að fara alla leið aftur í vetur..“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira