Farsæll kvikmyndaleikstjóri reynir fyrir sér í leikhúsinu 15. september 2011 14:00 Ragnar Bragason leikstýrir nýju verki eftir sjálfan sig í Borgarleikhúsinu eftir ár. Hann hefur aldrei áður leikstýrt í leikhúsi.Fréttablaðið/Valli „Við Magnús [Geir Þórðarson] höfum átt þetta samtal í nokkur ár um hvort ég hefði áhuga á að koma inn í leikhúsið og ég stóðst ekki mátið núna þegar vel var boðið,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Ragnar, sem hingað til hefur aðallega gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, semur nýtt verk og leikstýrir því fyrir Borgarleikhúsið, en það verður sett upp á næsta ári. Leikhússtjórinn Magnús Geir er ákaflega ánægður með að hafa klófest Ragnar. „Ég hef dáðst að verkum hans á undanförnum árum. Hann er fær leikstjóri og hefur einstaka sögumannshæfileika, segir sterkar og skýrar sögur af alvöru fólki,“ segir Magnús, sem viðurkennir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fá Ragnar til að takast á við leikhúsið. Ragnari finnst þetta mjög spennandi verkefni, hann er alltaf reiðubúinn að prófa eitthvað nýtt. „Og svo er náttúrlega spurning hvort maður þurfi ekki að víkka út starfssvið sitt þegar stuðningur við kvikmyndagerð er eins og hann er í dag.“ Ragnar er þó ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að leikhúsi því hann gerði heimildarmyndina Love Is in the Air sem fylgdi eftir frægðarför leikhópsins Vesturports til London með sýninguna Rómeó & Júlíu. „Leikhúsið er auðvitað annað sýningarform en grunnatriðin eru alltaf þau sömu, maður er að segja sögu og búa til persónur.“ Og Ragnar viðurkennir að vinnuaðferðir hans með leikurum eigi rætur sínar að rekja til leikhússins. „Þetta er eitthvað sem Mike Leigh byrjaði að þróa í leikhúsi og færði út í bíómyndir sínar og byggist á því að nota leikara sem höfunda.“ Leikstjórinn segir að leikhúsið hafi sína kosti, áhorfendur séu til að mynda tilbúnari að trúa í leikhúsi en gagnvart bíómynd. „Í bíómynd verður maður að hafa glugga og veggi og ákveðinn raunveruleika en í leikhúsi veit fólk að það er að horfa á eitthvað tilbúið,“ útskýrir Ragnar, sem kveðst þó ekki ætla að taka stórt stökk efnislega. „Ég ætla að halda mig við það sem ég kann; þetta verður realískt verk með blöndu af gamni og alvöru.“freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Við Magnús [Geir Þórðarson] höfum átt þetta samtal í nokkur ár um hvort ég hefði áhuga á að koma inn í leikhúsið og ég stóðst ekki mátið núna þegar vel var boðið,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri. Ragnar, sem hingað til hefur aðallega gert kvikmyndir og sjónvarpsþætti, semur nýtt verk og leikstýrir því fyrir Borgarleikhúsið, en það verður sett upp á næsta ári. Leikhússtjórinn Magnús Geir er ákaflega ánægður með að hafa klófest Ragnar. „Ég hef dáðst að verkum hans á undanförnum árum. Hann er fær leikstjóri og hefur einstaka sögumannshæfileika, segir sterkar og skýrar sögur af alvöru fólki,“ segir Magnús, sem viðurkennir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fá Ragnar til að takast á við leikhúsið. Ragnari finnst þetta mjög spennandi verkefni, hann er alltaf reiðubúinn að prófa eitthvað nýtt. „Og svo er náttúrlega spurning hvort maður þurfi ekki að víkka út starfssvið sitt þegar stuðningur við kvikmyndagerð er eins og hann er í dag.“ Ragnar er þó ekki blautur á bak við eyrun þegar kemur að leikhúsi því hann gerði heimildarmyndina Love Is in the Air sem fylgdi eftir frægðarför leikhópsins Vesturports til London með sýninguna Rómeó & Júlíu. „Leikhúsið er auðvitað annað sýningarform en grunnatriðin eru alltaf þau sömu, maður er að segja sögu og búa til persónur.“ Og Ragnar viðurkennir að vinnuaðferðir hans með leikurum eigi rætur sínar að rekja til leikhússins. „Þetta er eitthvað sem Mike Leigh byrjaði að þróa í leikhúsi og færði út í bíómyndir sínar og byggist á því að nota leikara sem höfunda.“ Leikstjórinn segir að leikhúsið hafi sína kosti, áhorfendur séu til að mynda tilbúnari að trúa í leikhúsi en gagnvart bíómynd. „Í bíómynd verður maður að hafa glugga og veggi og ákveðinn raunveruleika en í leikhúsi veit fólk að það er að horfa á eitthvað tilbúið,“ útskýrir Ragnar, sem kveðst þó ekki ætla að taka stórt stökk efnislega. „Ég ætla að halda mig við það sem ég kann; þetta verður realískt verk með blöndu af gamni og alvöru.“freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp