Hollywood-stjarna heillaði Hólmara upp úr skónum 17. september 2011 17:00 Hamingjusöm Klara Sól var ótrúlega ánægð með að hafa hitt Ben Stiller enda er leikarinn vinsæll hjá krökkunum í Stykkishólmi. Strákurinn í rauðu peysunni heitir Ólafur Þór. „Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Hann var ógeðslega skemmtilegur og talaði alveg heilan helling við okkur. Hann sagðist ætla að gera myndina sína í Stykkishólmi og vera hérna í viku,“ segir Klara Sól Sigurðardóttir, þrettán ára Stykkishólmsmær. Klara varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Ben Stiller í Stykkishólmi í gær. Hollywood-leikarinn er á ferð um landið til að skoða tökustaði fyrir kvikmynd. Stiller hefur leikið við hvurn sinn fingur hér á landi og verið alþýðlegur í framkomu. Klara var í það minnsta í skýjunum yfir að hafa hitt Stiller enda er leikarinn í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í bænum. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar Stiller á ferð sinni um landið. Föruneytið keyrði meðal annars á Djúpavog þar sem það fór ekki fram hjá neinum að Hollywood-stjarna var í bænum. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogs, vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði átt fund með Stiller en Hrönn Ásbjörnsdóttir hjá veitingasölunni Við voginn sagði leikarann vera á vörum allra í bænum. Íbúarnir væru spenntir yfir heimsókninni og vonuðust til þess að Stiller myndi koma Djúpavogi á kortið með mynd sinni, The Secret Life of Walter Mitty. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var síðan flogið aftur til Reykjavíkur í gær eftir heimsóknina á Djúpavog og ferðinni heitið í Stykkishólm. Stiller hefur verið duglegur að uppfæra Twitter-síðu sína á netinu og hann virðist hafa hrifist af bæði land og þjóð. Í það minnsta hrósaði hann fegurð barnanna í Hólminum. Leifur B. Dagfinnsson, einn af eigendum True North, vildi lítið tjá sig um heimsókn Bens Stiller í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að þeir væru að leita eftir heppilegum tökustöðum. Hann sagðist ekkert vita hvenær Stiller hygðist halda af landi brott, þeim möguleika væri haldið opnum. „Það er ekkert fast í hendi,“ segir Leifur sem vildi ekkert tjá sig um hvort þetta væri stærsta verkefni fyrirtækisins hingað til en það hefur þjónustað kvikmyndir á borð við Prometheus og Flag of Our Fathers. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær vill Stiller endurgera hina sígildu kvikmynd The Secret Life of Walter Mitty hér á landi en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er handrit myndarinnar skrifað með Ísland í huga. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira