Sérviska sérans á Ströndum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. september 2011 20:00 Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Bíó. Jón og séra Jón. Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Séra Jón Ísleifsson er sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og aðalviðfangsefni heimildarmyndarinnar Jón og séra Jón. Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á fólki sem er á skjön við normið. Af Jóni eru til margar sögur, og inni á milli atriða í myndinni segir andlitslaus kvenrödd spaugilegar sögur af Jóni. Sögurnar minna margar hverjar helst á sögurnar af bræðrunum á Bakka, og best er trúlega sagan af því þegar Jón rændi spjörunum af fuglahræðu sem honum fannst betur klædd en hann sjálfur. Jón og séra Jón er vel gerð mynd að mörgu leyti og þessar tæpu 90 mínútur af rausinu í Jóni héldu vel athygli minni. Myndefnið er þó orðið sjö ára gamalt og stafræn myndgæðin frá þeim tíma henta vafalaust betur fyrir sjónvarp. Tónlist Björns Jörundar er lágstemmd og styður vel við myndskeiðin. Ég mæli með þessu. Niðurstaða: Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. Jón og séra Jón. Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Séra Jón Ísleifsson er sóknarprestur í Árnesi á Ströndum og aðalviðfangsefni heimildarmyndarinnar Jón og séra Jón. Furðulegt háttalag prestsins og slæm umgengni á lóðinni í kringum prestssetrið hefur skapað óvild milli Jóns og sveitunga hans. Jón er sérvitur og sóðalegur og það eitt og sér gerir heimildarmynd áhugaverða. Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á fólki sem er á skjön við normið. Af Jóni eru til margar sögur, og inni á milli atriða í myndinni segir andlitslaus kvenrödd spaugilegar sögur af Jóni. Sögurnar minna margar hverjar helst á sögurnar af bræðrunum á Bakka, og best er trúlega sagan af því þegar Jón rændi spjörunum af fuglahræðu sem honum fannst betur klædd en hann sjálfur. Jón og séra Jón er vel gerð mynd að mörgu leyti og þessar tæpu 90 mínútur af rausinu í Jóni héldu vel athygli minni. Myndefnið er þó orðið sjö ára gamalt og stafræn myndgæðin frá þeim tíma henta vafalaust betur fyrir sjónvarp. Tónlist Björns Jörundar er lágstemmd og styður vel við myndskeiðin. Ég mæli með þessu. Niðurstaða: Skemmtileg og góð heimild um sérstakan mann.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira