Léttleikandi þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 22. september 2011 20:00 Tónlist. Sagan. 1860. Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan. 1860 er þriggja manna sveit skipuð þeim Hlyni Hallgrímssyni, Kristjáni Hrannari Pálssyni og Óttari G. Birgissyni. Hlynur syngur en allir spila þeir á mörg hljóðfæri. Þeir félagar semja öll lög og texta, sem eru bæði á íslensku og ensku. Tónlistin er þjóðlagapopp, að mestu órafmagnað, en hljóðfæri eins og banjó, þverflauta, harmonikka og víóla setja svip á nokkur laganna, auk röddunar. Það er ekkert hér sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður, en Sagan er vel skrifuð og flutt. Niðurstaða: Fleiri hress lög frá hljómsveitinni sem söng um Snæfellsnes. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Sagan. 1860. Hljómsveitin 1860 náði töluverðum vinsældum í sumar með laginu Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi, og það sama virðist ætla að verða uppi á teningnum með nýja lagið, Orðsending að austan. 1860 er þriggja manna sveit skipuð þeim Hlyni Hallgrímssyni, Kristjáni Hrannari Pálssyni og Óttari G. Birgissyni. Hlynur syngur en allir spila þeir á mörg hljóðfæri. Þeir félagar semja öll lög og texta, sem eru bæði á íslensku og ensku. Tónlistin er þjóðlagapopp, að mestu órafmagnað, en hljóðfæri eins og banjó, þverflauta, harmonikka og víóla setja svip á nokkur laganna, auk röddunar. Það er ekkert hér sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður, en Sagan er vel skrifuð og flutt. Niðurstaða: Fleiri hress lög frá hljómsveitinni sem söng um Snæfellsnes.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira